Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

1. fundur 07. janúar 2008

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 1. fundar á árinu 2008 í Hreppsstofu mánudaginn 7. janúar kl. 17:00.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur, Kristjana og Steinn.

1.. Fjárhagsáætlun 2008.
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

2.. Svæðisskipulag Héraðssvæðis
Áður samþykkt breyting á svæðisskipulagi sem nú hefur hlotið staðfestingu ráðherra lögð fram til kynningar.

3.. Samningur vegna Markaðsstofu Austurlands.
Ákvæði er um það í´samningi frá 2005 að framlengja megi samninginn til tveggja ára með sérstöku samkomulagi. Stjórn MA samþykkti á fundi sínum 30. okt. sl. að fara þess á leit við sveitafélögin að samningurinn verði framlengdur með slíku samkomulagi og óskar eftir því að framlag pr. íbúa hækki úr 600 í 700 kr.
Hreppsnefndin samþykkir einróma að verða við beiðni stjórnar MA og famlengja samninginn.

4.. Ráðning sveitastjóra
Steinn gefur ekki kost á framlengingu ráðningasamnings sem rann út um sl. áramót. Auglýst verður eftir sveitastjóra en Steinn mun sinna starfinu áfram næsta misserið uns nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn.

5.. Skýrsla sveitarstjóra
Trésmiðjan Rein ehf. hefur gert kostnaðaáætlun vegna uppsetningar á stálgrindahúsi (skemmu á Heiðinni). Hreppsnefnd er sammála um að fá Rein til verksins. Búið er að panta bogaskemmuna yfir sparkvöllinn.

Fundi slitið kl. 21:55

Kristjana Björnsdóttir, ritari.

Getum við bætt efni þessarar síðu?