Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 18. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu miðvikudaginn 19. des. kl. 18:00 fundurinn er aukafundur.Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur, Kristjana og Bjarni í stað Steins.
- Breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins
Hreppsnefndin samþykkir einróma að óska eftir því við skipulagsstofnun að eftirfarandi breytingar verði gerðar á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 – 2016 sem hreppsnefndin telur óverulegar.
1) Landnotkun á um 5000 fermetrar svæði nyrst í Bakkagerðisþorpi breytist úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði BV4.Ástæða breytingarinnar eru áform um byggingu gistihúss í áföngum.
2) Svæði við vatnstank (umhverfis gamla vatnstankinn) var opið óbyggt svæði, en verður verslunar- og þjónustusvæði BV5.Ástæða breytingarinnar eru áform um uppbyggingu ferða- og fræðsluþjónustu.
3) Reitur BH (iðnaðarsvæði) verður verslunar- og þjónustusvæði BV6.Ástæða breytingarinnar eru áform um að breyta gamla frystihúsinu í gisti- og veitingaþjónustu
4) Hluti iðnaðarsvæðis BI6 verður svæði fyrir frístundabyggð.Ástæða breytingarinnar er að húsi á umræddum reit hefur verið breytt í sumarhús.
Hreppsnefndin samþykkir að bæta það tjón er einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytingu þessa.
- Deiliskipulag fyrir hótelbyggingu á Bökkunum
Tillaga að deiliskipulagi lögð fram til kynningar.
- Tónlistakennsla
Samþykkt fjárveiting til að ráða tónlistakennara til starfa í Grunnskólanum frá 1. janúar til 31. maí 2008.
- Húsaleiga Iðngörðum
Kristjana vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu undir þessum dagskrárlið,tillaga um vanhæfi hennar felld samhljóða með 4 atkvæðum.
Fyrir tekið bréf Steins Eiríkssonar varðandi húsaleigu í Iðngörðum.Hreppsnefndin hafnar einróma erindi Steins um lækkun á húsaleigu frá apríl 2004 til desember 2007 enda liggur fyrir undirritaður húsaleigusamningur sem er í fullu gildi.
- Kauptilboð í fasteignir
Borist hefur kauptilboð frá Álfasteini ehf. í Iðngarðana að upphæð kr. 6,600 miljónir.Hreppsnefndin samþykkir kauptilboðið einróma.
- Skýrsla oddvita
Hreppsnefndin fór yfir nokkur atrið sem nauðsynlegt er að lokið verði við fyrir áramót, oddviti er búinn að ræða þessi atriði við sveitastjóra.
Rætt um ráðningasamning sveitastjóra sem rennur út 31. des. 2007.
Fundi slitið kl: 21.55-Kristjana Björnsdóttir ritaði-