Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

17. fundur 03. desember 2007

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 17. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 3. des. kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur, Kristjana og Steinn.

1.. Útsvarsprósenta 2008
Útsvarsprósenta ákveðin 13.03% sem er hámarksálagning.

2.. Kauptilboð í fasteignir
Steinn vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu sem var samþykkt einróma og vék hann af fundi undir þessum dagskrárlið.
Kristjana tók við fundarritun í fjarveru Steins.
Borist hafa kauptilboð í fasteignirnar Kögur og Iðngarða, hreppsnefndin samþykkti einróma að hafna báðum þessum tilboðum.Eignirnar eru áfram til sölu.

3.. Fjárhagsáætlun 2008
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

4.. Skýrsla sveitarstjóra
Skýrsla sveitarstjóra:

Fjallskil: Stefnt er á viðræður við Fljótsdalshérað og Seyðfirðinga um gerð 3 ára samnings um framkvæmd fjallskila í Loðmundarfirði.

Bréf: Kynnt bréf frá Dýralæknafélagi Íslands vegna örmerkjagagnagrunns. Bréf frá UMFÍ vegna íþróttamannvirkja kynnt. Bréf frá Stígamótum vegna fjárbeinar.

Fundir og fundargerðir: Fundargerð aðalfundar Minjasafns Austurlands frá 15 nóvember kynnt. Fundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga verður 6. des í Vinaminni.

Annað: Sveitarstjóri skýrði frá íbúatölu og lögheimilisflutningum á árinu.

Jakob skýrði frá horfum á vegaframkvæmdum á leiðinni Móberg til Hóll, sem eru miklar líkur á að verði næsta sumar. Jakob óskaði eftir frekari skýringum og tölum vegna niðurrifs bræðslutanka.

Ólafur spurðist fyrir veðurstöð og Kristjana um skipulagsmál. Jakob spurðist fyrir um leigumál hjá hreppnum.

Fundi slitið kl:21.45.Fundargerð ritaði Steinn Eiríksson

Getum við bætt efni þessarar síðu?