Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 16. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 19. nóv. kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur, Kristjana og Steinn.
1.. Fjárhagsáætlun 2008
Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 og farið yfir hluta hennar.
2.. Fasteignagjöld 2008
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr 10.000 á íbúð en þar sem lítið sorp er kr 5.500. 50 pokar innifaldir í sorphreinsunargjaldi. Aukapokar til sölu í áhaldahúsi í heilum búntum. Sorpförgunargjöld skv. óbreyttri gjaldskrá: Bændur, útgerðarmenn o.fl. kr 4.000, FKS kr 50.000. Sveitarotþróargjöld skv. óbreyttri gjaldskrá: kr 3.000 á rotþró. Vatnsgjöld: á húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr 12.000 lágmarki kr 5.000. FKS kr 30.000.Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,36%, á atvinnuhúsnæði 1%, á sjúkrastofnanir, skóla og fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagjalda verða 4 á árinu.
3.. Launamál
Hreppsnefnd staðfestir leiðréttingu á launum fyrri skólastjóra vegna seinustu þriggja ára. Fjallað var um launamál hjá sveitarfélaginu. Sveitarstjóri gerði að tillögu sinni að þessi liður yrði haldinn fyrir luktum dyrum og bókað í trúnaðarbók og var það samþykkt.
4.. Skýrsla sveitarstjóra
Skýrsla sveitarstjóra:
Skólamál: Skólastjóri hefur skoðað möguleika þess að ráða tónlistakennara í hlutastarf á næstu önn. Vegna breyttra aðstæðna í mannahaldi eru skólastjóri og leikskólastjóri að vinna tillögur að breytingum skólahaldi. Önnur skólamál kynnt.
Heilbrigðismál: Fundargerðir HAUST kynntar. Olíulykt hefur fundist úr hluta af fráveitukerfi hreppsins að undanförnu. Leit að uppruna hefur enn ekki borið árangur. Málið hefur verið tilkynnt HAUST.
Framkvæmdir: Réttir og girðingar hafa kostað 871 þús í ár en áætlun gerði ráð fyrir 650 þús en framkvæmdir við réttir í Loðmundarfirði fóru töluvert fram úr því sem reiknað var með í fjárhagsáætlun. Í ár var áætlað fyrir sparkvöll kr 2,25 milljónir en það var áður en ákvörðun var tekin að breyta hönnun í yfirbyggt hús í maí sl. Kostnaðurinn við Sparkhöllina er kominn í kr. 3,85 milljónir og kostnaður enn óbókaður við hana. Skemman við áhaldahúsið var hönnuð í byrjun sumars og pöntuð í framhaldinu. Skemman sem er 300 fm með vegghæð 4,4 mtr kostar rúmar 9 milljónir óuppsett. Von er á húsinu fljótlega. Við leikskólann hefur girðing verið endurnýjuð og skipt um sandkassa o.fl. Kostnaður við þetta er 800 þús. Fjárhagsáætlun 2007 gerði ráð fyrir að nota 350 þús í leikskólann. Á áætlun var 1,1 milljón í vatnsveitumál en 150 þúsund notuð. Vegir á Víknaslóðum kostuðu 900 þús en 1,25 milljónir voru á áætlun og úr Styrkvegasjóði. Niðurrif bræðslutanka kostaði 1,8 milljónir en áætlun gerðu ráð fyrir 400 þús. Þetta verk fór langt fram úr áætlun fagaðila. Ferðamannaaðstaða við Hafnarhólma o.fl. kostaði 290 þús en á áætlun var uppá 600 þús. Nokkur verkefni voru á áætlun varðandi viðhald fasteigna og stærsta var í Þórshamar sem kostaði kr. 560 þús sem var nærri áætlun. Sjóvarnir við Fiskmóttökuhús FKS og í Karlfjöru eru í umsjón Siglingarstofnunar og þeirra hönnun á verkinu lá fyrir í vor. Verktaki í verkið fannst í sumar og gerður var samningur við hann í september og skulu verklok vera seinast lagi í apríl 2008. Tilboð verktakans var undir viðmiðunartölum Siglingarstofnunar. Kostnaður við sjóvarnirnar eru tæpar 6 milljónir og eru að 88% greiddar úr ríkissjóði. Ekki eru aðrar sjóvarnir á Borgarfirði á samgönguáætlun Alþingis á tímabilinu 2007 til 2010.
Vinna starfamanna áhaldahússins til loka október: Stærstu verk ársins eru; Sorphirða og sorpmál 750 kls mest í jan, feb og ágúst. Framkvæmdir við leikskóla 375 kls mest í júlí og ágúst. Vigtun afla 365 kls. Sparkhöll 295 kls í október. Viðhald á Þórshamri í feb og mars 292 kls. Sláttur og opin svæði júní til ágúst 291 kls + 460 kls vinnuskóla. Verkefni á hafnarsvæðinu aðallega í maí og júní 291 kls. Réttir og girðingar í Loðmundarfirði í ágúst og sept. 216 kls. Skólaakstur 184 kls. Uppsetning á nýjum löndunarkrana í mars og apríl 165 kls. Viðhald á palli og tröppum á ferðamannaaðstöðu í Hafnarhólma í apríl, maí og júní 165 kls. Girðingar og réttir aðallega júlí, ágúst og sept. 164 kls. Víknaslóðar og viðgerð gatna aðallega maí, ágúst og sept. 144 kls. Önnur verkefni tóku minni tíma. Verkefni nóv. og des verða við skemmu við áhaldahús. Starfsmenn áhaldahúss hafa tekið lítið frí á þessu ári og unnið vel og áfallalaust að öllum málum.
Annað: Kynnt beiðni frá Markaðsstofu Austurlands um framlengingu á samningi.
Sveitarstjóri tilkynnti að Borg ehf. hafi ákveðið að nota hluta af hagnaði seinasta árs til kaupa á jólaskrauti fyrir sveitarfélagið upp á allt að 200 þús.
Fundi slitið kl: 22.30 Steinn Eiríksson ritaði