Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til fundar þess 15. á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 5. nóv. kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur, Jakob og Bjarni í stað Steins.
1.. Skýrsla sveitarstjóra
Jakob flutti skýrsluna í fjarveru sveitastjóra m.a. rætt um að verja þurfi steypu veggi kringum sparkvöllinn sem getur verið hættulegur þeim sem eru að leik á vellinum. Jarðvinnu við áhaldahúsgrunninn er lokið en teikningar að grunninum er ekki tilbúnar enn. Rætt um þann drátt sem orðið hefur á ákveðnum framkvæmdum á vegum Hreppsins. M.a. drepið á minka og refaveiði, fund með þingmönnum NA-kjördæmis og Kjarvalsstofu. Lögð fram til kynningar ályktun samstarfsfundar forsvarsmanna Vopnafjarðar- Borgarfjarðar- Breiðdals- og Djúpavogshreppa og Seyðisfjarðarkaupstaðar um „að strax verði skipað í sérstaka verkefnastjórn um byggðaáætlun byggðalaga á Austurlandi sem standa utan áhrifasvæðis álversframkvæmda.“
Húseignirnar Kögur og Iðngarðar verða settar í sölumeðferð hjá fasteignasölu
2.. Erindi frá Seyðisfjarðarkaupstað vegna veiðistjórnunar.
Hreppsnefndin styður baráttu Seyðfirðinga í viðleitni þeirra til að fá Seyðisfjarðarflóa, að meðtöldum Loðmundarfirði, lokað fyrir dragnótaveiðum.
3.. Fulltrúi á aðalfund HAUST
Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps er Steinn Eiríksson.
4.. Starfsendurhæfing Austurlands
Borgarfjarðarhreppur er ekki aðili að Starfsendurhæfingu Austurlands og hefur ekki fengið ósk þess efnis, því telur hreppsnefndin ekki ástæðu til að ábyrgjast reksturinn.
5.. Styrkumsókn vegna verkerfnis um útgáfu sveitablaða.
Umsókninni hafnað.
6.. Umsókn um lóð vegna hótelbyggingar.
Hreppsnefndin fagnar fyrirhugaðri hótel byggingu og mun láta skoða hvort einhverjir annmarkar eru á þeirri staðsetningu sem óskað er eftir.
7.. Fjárhagsáætlun 2008
Rætt um gerð fjárhagsáætlunar.
Kristjana óskaði eftir að fjárhagsáætlun Minjasafns Austurlands yrði tekin á dagskrá og var það samþykkt einróma.
8.. Fjárhagsáætlun Minjasafns Austurland
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 hljóðar upp á kr. 19.201.553 framlag Borgarfjarðahrepps til safnsins er kr. 539.448
Áætlun samþykkt einróma
Fundi slitið kl: 20.25 Kristjana Björnsdóttir
ritaði