Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 14. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 1. okt. kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Steinn, Kristjana, Ólafur og Jakob.
1.. Skýrsla sveitarstjóra
Í bréfi dags. 11.sept. s.l. var farið yfir gæði neysluvatns og gerir HAUST kröfu ,,um að öll hross verið strax fjarlægð af svæðinu umhverfis vatnsbólin.” Oddviti og sveitastjóri munu leita lausna í samráði við eigendur hrossanna. Sveitastjóri sagði frá störfum almannavarnanefndar, hafnafundi og aðalfundi SSA, oddviti Borgarfjarðarhrepps á sæti sem varamaður í samgöngunefnd SSA. Aðalfundargerð Skólaskrifstofu Austurlands lögð fram til kynningar. Fundargerðir félagsmálanefndar lagðar fram til kynningar.
2.. Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar ( 07-204)
Fundargerðin rædd og samþykkt með fjórum atkvæðum.
3.. Borgarfjarðarvegur
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps leggur til að fjárveiting sem ætluð er í Njarðvíkurskriður á árinu 2008 verði nýtt til uppbyggingar á kaflanum Móberg – Hóll á Borgarfjarðarvegi. Hreppsnefndin telur þá framkvæmd mun brýnni og vonast til að með þessu verði hægt að hefja þá framkvæmd á árinu 2008.
4.. Verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum (07-210)
Hreppsnefndin sér ekki ástæðu til að taka þátt í verkefninu á þessu stigi.
5.. Svæðisskipulag Héraðssvæðis (07-206)
Kynnt fyrirhuguð breyting á svæðisskipulagi Héraðssvæðis sem hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.
Fundi slitið kl: 19.55 Kristjana Björnsdóttir
ritaði