Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

12. fundur 13. ágúst 2007

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 12. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 13. ágúst kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Steinn, Kristjana, Ólafur og Jakob.

1.. Skýrsla sveitarstjóra
Sveitstjóri kynnti bréf frá formanni UMFB þar sem fram kemur meðal annars að Ungmennafélagið afsalar sér ,,þeim hluta vallarins frá grasvellinum að norðanverðu og allt að því svæði þar sem gert er ráð fyrir hlaupabrautum...” .Grenndarkynning, athugasemd hefur borist frá UMFB og varðar hún staðsetningu á Sparkhöllinni, nú þegar hafa allflestir nágrannar samþykkt framkvæmdina fyrir sitt leiti.
Sveitastjóri upplýsti um ýmis mál varðandi Grunnskólann. Helga Erlendsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri til eins árs, meðan Gunnar Finnsson er í leyfi. Búið er að manna stöður kennara, tvær umsóknir bárust um starf skólavarðar sveitastjóri mun ganga frá ráðningu, skólinn hefst 24. ágúst.
Þá var farið yfir ýmis mál er varða leikskólann.
Steinn Eiríksson er fulltrúi á hafnafundi sem haldinn verður á Ísafirði 14. sept. Í greinargerð frá Veðurstofu Íslands kemur fram ,,að innan núverandi þéttbýlis á Bakkagerði er ofanflóðahætta talin innan ásættanlegra marka...”
Niðurstöður rannsókna á neysluvatni sem gerðar voru af HAUST sýndu að vatnið stenst gæðakröfur.
Þá upplýsti sveitastjóri um stöðu mála hjá Brunavörnum á Austurlandi og einnig að ein greinin í keppninni Austfjarðatröllið 2007 verður á Borgarfirði fimmtudaginn 16. ágúst.

2.. Fundartími hreppsnefndarfunda næsta ár
Hreppsnefndarfundir verða eins og áður fyrsta og þriðja mánudag mánuðina september til apríl og fyrsta mánudag mánuðina maí til ágúst. Beri reglulegan fundardag upp á frídag færist fundur að jafnaði aftur til næsta virks dags.

 

3.. Fjallskil2007

a.Kosning fjallskilastjóra
Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson

b.Framkvæmd fjallskila
Landbúnaðarnefnd falið að ákveða fjárfjölda í dagsverki, skipa gangnastjóra, jafna niður dagsverkum á bændur og ákveða gangnadaga.
Hreppsnefndin samþykkir tillögu fjallskilastjóra að heildarfjöldi álagðra dagsverka verði 99 í stað 96 eins og verið hefur.

c.Framkvæmd fjallskila í Loðmundarfirði
Fjallskil í Loðmundarfirði verða með breyttu fyrirkomulagi í haust breytingarnar er gerðar í samráði við Seyðisfjörð og Fljótsdalshérað.
Stefnt er að fyrri smölun í Loðmundarfirði fyrstu vikuna í september.

d.Aukarétt í Loðmundarfirði samkv. 25gr. Fjallskilasamþykkta
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhreppssamþykkir einróma að byggð verði aukarétt á Klippsstað í Loðmundarfirði sem tekin verður í notkun við haustgöngur 2007. Einnig verður komið upp vörsluhólfi við Sævarenda.

4.. StyrkumsóknIcelandReviewAusturlandskálfur
Samþykkt að styrkja verkefnið að upphæð kr. 50 þúsund.

5.. Styrkumsókn – Bræðslutónleikar 2007
Hreppsnefndin fagnar þeirri jákvæðu umfjöllun sem Borgarfjörður eystri hefur hlotið í fjölmiðlum vegna Bræðslutónleikanna 2007 af því tilefni var ákveðið að styrkja framtakið um 80 þúsund krónur.

6.. Bjargóskumfærsluá ljósastaur
Rúnar á Bjargi óskar eftir því að ljósastaur sem stendur inn á lóðinni verði fjarlægður, málið verður athugað í samráði við RARIK.

7.. KjörstjórnalaunAlþingiskosninga
Laun til kjörstjórnar vegna Alþingiskosninga 2007 ákveðin 20 þúsund á hvern kjörstjórnarmann.

Fundi slitið kl: 20.45
Kristjana Björnsdóttir ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?