Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

11. fundur 16. júlí 2007

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 11. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 16. júlí kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Steinn, Kristjana, Ólafur og Jakob.

 

 

1.. Vaxtasamningur Austurlands

Arngrímur Viðar Ásgeirsson kynnti samning um verkefni á milli Ferðaskrifstofu Austurlands og Vaxtasamnings Austurlands. Heiti verkefnisins er Álfheimar, ferðaþjónustuklasi á Borgarfirði. Hann mun á næstunni halda áfram að kynna samninginn fyrir ferðaþjónustuaðilum á Borgarfirði.

 

2.. Skýrsla sveitstjóra

Meðal annars fjallað um að óvenjulegt grugg hefur fundist í sjónum hér út af Borgarfirði, málefni leikskólans sem tekur aftur til starfa 20. ágúst. Borgarfjarðarhreppi hefur verið úthlutað 1.000.000- úr styrkvegasjóði, fénu verður varið til vegabóta á Víknaslóðum. Alþjóðlegur verkefnastjóri Bláfánans gerði úttekt á Bláfánahöfninni við Hafnarhólma sem hlaut hjá honum afar góða dóma. Mjög góð þátttaka barna var á myndlistanámskeiði sem listanemar frá öllum heimshornum buðu til í Vinaminni á dögunum. Farið yfir stöðu verkefna og framkvæmda.

 

3.. Brunavarnir á Austurlandi

Hreppsnefndin samþykkir tillögu og bókun stjórnar um að hafinn verið undirbúningur að stofnun atvinnuslökkvideildar á Héraði.

 

4.. Fjarðarborg

Í bréfi frá stjórn Fjarðarborgar er óskað eftir að eigendafélögin leggi húsinu til 1.000.000 vegna erfiðar lausafjárstöðu. Eins og undanfarin ár er í fjárhagsáætlun Borgarfjarðarhrepps fyrir árið 2007 gert ráð fyrir greiðslum til Fjarðarborgar. Eignarhlutur hreppsins er 40%.

 

5.. Ræktunarlóð og hesthús í landi Bakka

Fyrir lá kaupsamningur vegna sölu á ræktunarspildu B 13 og ræktunarréttinda á spildu B 16 ásamt hesthúsi. Borgarfjarðarhreppur hyggst ekki neita forkaupsréttar.

 

6. Bygginganefnd-fundargerð

Liður 1 frístundahús: Hreppsnefndin samþykkir tímabundið stöðuleyfi til eins árs sem bygginganefnd hefur veitt framkvæmdaaðila að Bakkavegi 10 fyrir stöðuhjólhýsi á lóðinni.

Byggingaleyfi verða ekki gefin út fyrir framkvæmdum í frístundabyggð við Bakkaveg fyrr en teikningar liggja fyrir og grenndarkynning hefur farið fram.

Liður 2 sparkhöll: Fyrir liggur útlitsteikning af sparkhöll og tillaga að staðsetningu. Grenndarkynning mun fara fram á næstu dögum, hlutaðeigandi verða send göngin heim aðrir geta kynnt sér þau í anddyri Hreppsstofu.

Liðir 3 til 5: Staðfestir með þeirri breytingu á lið 4 að ekki verður farið í deiliskipulag fyrir svæðið.

 

7..Svæðisskipulag Héraðssvæðis

Kynnt fyrirhuguð breyting á svæðisskipulagi Héraðssvæðis sem hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.

 

 

Hreppsnefndin samþykkti svo hljóðandi bókun vegna samdráttar í aflaheimildum:

 

Sveitarstjórn Borgarfjarðarhrepps lýsir yfir áhyggjum vegna þeirra áhrifa sem skerðing aflaheimilda mun hafa á samfélagið. Á Borgarfirði eru fiskveiðar og vinnsla afar mikilvægir þættir í atvinnulífinu og því skiptir úthlutun byggðakvóta verulegu máli. Sveitarstjórnin væntir þess af stjórnvöldum að þau hugi vel að minni byggðarlögum og geri þeim kleift að aðlaga sig breyttum aðstæðum í sjávarútvegi. Bent er á Byggðastofnun sem mögulegt verkfæri.

 

 

Fundi slitið kl: 23.50 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

 

Auglýsing

Sturtuvagn er til sölu skemmdur eftir tjón tilboð berist sveitastjóra fyrir kl: 14.00 miðvikudaginn 25. júlí 2007 vagninn stendur við áhaldahúsið á Heiðinni.

Getum við bætt efni þessarar síðu?