Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

10. fundur 18. júní 2007

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 10. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 18. júní kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Steinn, Kristjana, Ólafur og Bjarni í stað Jakobs.

1.. Skýrsla sveitstjóra

 

Meðal annars farið yfir safnvegaáætlun, bréf frá Póst og fjarskiptastofnun varðandi háhraðatengingar í dreifbýli og tilnefningu SSA í hreindýraráð fulltrúar eru Þorvaldur Jóhannsson framkvæmdastjóri SSA og Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Fljótsdalshrepps. Þá var farið yfir árangur af dvöl Veraldarvina á Borgarfirð sem og listamanna sem dvalið hafa hér undanfarið en þessir hópar hafa tekið til og framið og gjörninga hér síðustu daga.

 

2.. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2006 – síðari umræða.
Ársreikningurinn samþykktur einróma við síðari umræðu.

3.. Kauptilboð í Kögur
Borist hefur kauptilboð í húseignina Kögur að upphæð krónur ein miljón, hreppsnefndin hafnar tilboðinu sem hún telur vera of lágt.

Fundi slitið kl: 19.20

Kristjana Björnsdóttir ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?