Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

9. fundur 04. júní 2007

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 9. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 4. júní kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Jakob, Steinn, Kristjana og Ólafur.

1..Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2006 - fyrri umræða.
Jóna Árný Þórðardóttir frá KPMG endurskoðun skýrði reikninginn og svaraði spurningum. Reikningurinn borin upp samþykktur einróma við fyrri umræðu.

2.. Skýrsla sveitstjóra
Sveitastjóri fór yfir stöðu framkvæmda. Fjórar umsóknir hafa borist um starf í vinnuskólanum sem verður starfræktur fyrir hádegi í sex vikur frá og með 18. júní. Sjö veraldarvinir eru mættir til sjálfboðastarfa hjá Borgarfjarðarhreppi og verða hér næstu tvær vikur, þá koma nemar frá Listaháskólanum 9. júní og verða hér til 19. júní.

3.. Kosning oddvita og varaoddvita
Jakob Sigurðsson kjörin oddviti til eins árs með fjórum atkvæðum og Jón Sigmar varaoddviti með 3 atkvæðum.

4.. Byggðakvóti
Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt einróma. Þá vakti Jón Sigmar athygli á hugsanlegu vanhæfi var það fellt með 3 atkvæðum geng einu.
96 þorskígildistonn af byggðakvóta fiskveiðiársins 2006/2007 komu í hlut Borgarfjarðar eystri og verður úthlutað af Fiskistofu samkvæmt reglugerð þar um.
Hreppsnefnd hvetur útgerðarmenn til að kynna sér reglugerðina og sækja um kvóta.

5.. Bygging skemmu á Heiði
Hreppsnefnd fór yfir tillögur frá framkvæmdanefnd og fól nefndinni að ljúka samningum um kaup og uppsetningu.

6..Rekstur tjaldsvæðis í sumar
Hreppsnefnd felur sveitastjóra að ganga til samninga við Helga Hlyn Ásgrímsson á grundvelli tilboðs hans að upphæð kr.700.000

7.. Leikskóli
Fyrir liggur ósk um vistun þriggja barna á leikskólanum eftir sumarfrí sveitastjóri mun í samráði við fagaðila finna út þann opnunartíma sem flestum hentar.

8. Tækjakaup
Ákveðið að kaupa nýjan sturtuvagn í stað þess gamla sem varð fyrir skakkaföllum í vetur. Í staðinn verður frestað kaupum á sláttuvél til næsta árs.

9.. Kauptilboð í Kögur
Borist hefur 900 þúsund króna kauptilboð í húseignina Kögur, hreppsnefnd hafnar tilboðinu sem hún telur vera of lágt.

Fundi slitið kl:22.55

Kristjana Björnsdóttir ritaði fundargerð

Til sölu er vökvakrani (gamli bryggjukraninn) áhugasamir hafi samband við sveitastjóra.

Getum við bætt efni þessarar síðu?