Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 8. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 7. maí kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Jakob, Steinn, Kristjana og Ólafur.
- Skýrsla sveitarstjóra.
Fundargerðir Minjasafns Austurlands frá 29. mars og 25. apríl lagðar fram til kynningar. Farið yfir stöðu framkvæmda m.a. kom fram að löndunarkrani við Bátahöfnina er kominn í gagnið. Rætt var um skilvirkni búfjáreftirlits, lausagöngu hrossa og stöðu þeirra mála í Borgarfjarðarhreppi. Þá var drepið á málefni grunn og leikskóla, áhaldahúss, refaveiða og brunavarna.
- Bygging skemmu á Heiði (07-045)..
Fyrir lágu verðtilboð frá nokkrum fyrirtækjum. Samþykkt að skipa sveitastjóra, oddvita og hreppsverkstjóra í framkvæmdanefnd sem mun vinna málið áfram.
- Sparkvöllur
Stefnt er að því að ljúka fyrri áfanga yfirbyggðs sparkvallar í sumar. Endanleg staðsetning verður ákveðin í samráði við UMFB.
- Rekstur tjaldsvæðisins í sumar
Ákveðið að leita tilboða í rekstur tjaldsvæðisins, hægt er að nálgast gögn á Hreppsstofu frá og með 10. maí.
- Kjörskrá
Farið yfir kjörskrárstofn og kjörskrá undirrituð.
- Fundargerð bygginganefndar
Fundargerð bygginganefndar frá 3. maí samþykkt með þeim breytingum að sumarhúsalóðir við Bakkaveg verða númer 4, 6, 8, og 10.
- Svæðisskipulag Héraðssvæða (07-115)
Fljótsdalshérað kynnir bréflega breytingar á svæðisskipulagi sem hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.
- Aðalfundur Menningarráðs Austurlands
Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps kjörin Bryndís Snjólfsdóttir.
- Umsókn skólastjóra um leyfi frá störfum (07-113)
Hreppsnefndin veitir skólastjóra umbeðið leyfi.
- Kauptilboð Söltunarstöðina Borg (07-114)
Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu sem var samþykkt einróma og vék hann af fundi undir þessum dagskrárlið.
Borist hafa kauptilboð í Söltunarstöðina Borg, Flæðarmál ehf. gerir tilboð í 55% hlut í húsinuog Fiskverkun Kalla Sveins ehf. í 45%. Hreppsnefndin samþykkir einróma að taka tilboðunum og mun byggingafulltrúi hnitsetja lóðamörk.
Fundi slitið kl: 23.00
Kristjana Bj. ritaði fundargerð
Tjaldsvæðisrekstur sumarið 2007.
Borgarfjarðarhreppur óskar eftir tilboðum í rekstur tjaldsvæðis hreppsins í sumar. Reksturinn er leigður frá 10. júní til 31. ágúst 2007. Útboðsgögn verða afhent á Hreppsstofu frá 10. maí þeim sem þess óska. Tilboðum skal skila á Hreppstofu fyrir kl. 14.00 föstudaginn 18. maí og verða tilboðin opnuð kl: 14.15 þann sama dag að viðstöddum bjóðendum. Hreppsnefnd áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga 2007
Hægt er að greiða atkvæði hjá sveitastjóra á Hreppsstofu.