Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

7. fundur 02. apríl 2007

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 7. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 2. apríl kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Ólafur, Jakob, Steinn og Kristjana.

 

 

1. Skýrsla sveitarstjóra..

Borgarfjarðarhreppi hefur borist beiðni um styrk til stjórnmálaflokka vegna komandi alþingiskosninga, hreppsnefndin er sammála um að veita ekki slíka styrki. Sveitastjóri greindi frá stöðu framkvæmda á vegum hreppsins. Þá var drepið á ýmis mál sem varða breytingar á aðalskipulagi, fund sveitastjóra með starfsmönnum HAUST og bruna- og almannavarnamál. Þá sagði oddviti frá aðalfundi Sambands íslenskra sveitafélaga og stofnfundi Lánasjóðs Sambandsins sem nú er o.h.f.

2. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2008 til 2010

Þriggja ára áætlun önnur umræða, áætlunin borin upp og samþykkt einróma.

3. Úthlutun byggðakvóta

Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent út bréflega ,,Auglýsingu til sveitastjórna umúthlutun byggðakvóta.” Þar með gefst sveitastjórnum kostur á að sækja um byggðakvóta á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Sveitastjóri mun sækja um kvóta fyrir Borgarfjörð.

4. Atvinnuaukningasjóður

Borist höfðu tvær umsóknir önnur frá Álfasteini e.h.f .

Steinn Eiríksson vakti athygli hreppsnefndar á vanhæfi sínu undir þessum lið, oddviti bar vanhæfið undir atkvæði og var það samþykkt einróma. Ekki er talið fært að lána fé úr atvinnuaukningasjóði Borgarfjarðar til aðila utan Borgarfjarðarhrepps og á þeirri forsendu var annarri umsókninni hafnað. Varðandi hinn umsækjandann verður óskað eftir frekari gögnum. Þegar þau hafa borist verður umsóknin tekin til afgreiðslu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 21.00

Kristjana Bj. ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?