Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 19. mars. kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Ólafur, Jakob og Bjarni í stað Kristjönu. Steinn mætti kl. 18.10, við upphaf 4. dagskrárliðar.
Gengið til dagskrár:
1. Skýrsla sveitarstjóra..
Skýrslu sveitarstjóra frestað þar sem sveitarstjóri var ekki mættur en hann tafðist vegna flugs frá Reykjavík.
2. Bréf frá Bryndísi Snjólfsdóttur og Helga Arngrímssyni (07-093)..
Bryndís Snjólfsdóttir og Helgi Arngrímsson ítreka í bréfinu kauptilboð sitt í Gamla vatnstankinn á Bakkamelnum, frá 31.7.2006. Nefndin ákvað að taka tilboðinu og fól oddvita að ganga frá sölunni og svara efni bréfsins að öðru leyti.
3. Bréf frá Stefáni Smára Magnússyni ( 07-094)..
Bréfið fjallar að mestu um fjallskil í Loðmundarfirði og lagfæringar á vegum í Loðmundarfirði. Sveitarstjórn er að vinna að þessum málum um þessar mundir og vonar að þeirri vinnu verði lokið fyrir haustið. Sveitarstjóra falið að svara bréfinu.
4. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2008-2010. (07-091)..
Áætlunin samþykkt samhljóða við fyrri umræðu.
5. Fasteignaskattur 2007. (07-071)..
Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006.
Fasteignamat ríkisins hefur nú tekið í notkun Landskrá fasteigna. Fasteignaskattar verða innheimtir með greiðsluseðli frá banka. Fyrsti gjaldagi gjaldenda fasteignagjalda í Borgarfjarðarhreppi verður 1. maí.
6. Breytingar á samningi um félags- og barnaverndarþjónustu ( 07-095)..
Drög að samningi kynnt, en Seyðisfjarðarkaupstaður er að gerast aðili að samningnum.
Ekki gerðar athugasemdir við samninginn eins og hann liggur fyrir.
7. Stofnun lánasjóðs sveitarfélaga ohf. (07-096)
Jakobi Sigurðssyni veitt umboð til að fara með atkvæðisrétt Borgarfjarðarhrepps á stofnfundinum.
1. Skýrsla sveitarstjóra..
Greint frá fundi um fjallskilamál í Loðmundarfirði. Þar mættu fulltrúar Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Niðurstaða fundarins var að auka samstarf um fjallskil og hafa Loðmundarfjarðargöngu fyrr að hausti. Gerður verður samningur um samstarfið.
Hreppsnefndin stefnir að því að bjóða út rekstur tjaldsvæðisins í sumar.
Stefnt að því að færa Fuglaskoðunarhúsið vegna fyrirhugaðra framkvæmda á þeim stað þar sem það hefur verið, verður því fundinn nýr staður.
Framhaldskólanemar eru minntir á möguleika á húsaleigubótum.
Framlögð lögð til kynningar fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 7.mars og lögð fram til kynningar fundargerð Skólaskrifstofu Austurlands frá 8. mars.
Lögð fram til kynningar ályktun frá Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, þar eru sveitarfélög meðal annars hvött til að skrá og kortleggja vegi og slóða. Borgarfjarðarhreppur hefur þegar lokið þeirri vinnu og komið til Landmælinga Íslands. Leiðsögumenn með hreindýraveiðum eru hvattir til að kynna sér hvar má aka í Borgarfjarðarhreppi þar sem upplýsingarnar eru aðgengilegar á vef Landmælinga.
Ákveðið að kanna hvort hækka eigi verðlaun fyrir vetrarveiddan ref.
Lagt fram til kynningar nýtt samkomulag við kennara vegna kjarasamnings frá 8. mars 2007. Lögð fram ársskýrsla HAUST 2006.
Lögð fram skýrsla SSA um leiðir að fjölmenningarlegu samfélagi.
Samþykkt var eftirfarandi ályktun í lok fundarins.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps lýsir megnri óánægju með 3 klst. rafmagnleysi á Borgarfirði síðastliðinn föstudag. Rafmagnsveiturnar eru minntar á að á Borgarfirði er dísilrafstöð sem ætti að gangsetja í tilfellum sem þessum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 21:35
Óli Hall ritari.