Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

5. fundur 05. mars 2007

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 5. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 5. mars. kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Steinn, Ólafur og Kristjana. Jakob mætti kl. 17.20

1.. Skýrsla sveitarstjóra

Í skýrslu sveitastjóra var m.a. kynntur samningur við Landsskrá fasteigna, minnst á að fyrirhugaður er fundur um fjallskilamál með Seyðfirðingum og Héraðsmönnum. Veraldarvinir eru væntanlegir hingað í sumarbyrjun og munu vinna verkefni á vegum Borgarfjarðarhrepps. Unnið er að viðhaldi innandyra í Þórshamri. Þá sagði oddviti frá stjórnafundi í Kjarvalsstofu sjálfseignarstofnun.

 

2..Kauptilboð í gamla frystihúsið og lóðasamningur (07-62)

Hreppsnefndin samþykkir að ganga að tilboði Blábjarga ehf. í hlut Borgarfjarðarhrepps í frystihúsinu. Sveitastjóra falið að ganga frá nýjum lóðasamningi.

3..Bygging skemmu á Heiði

Unnið var að útfærslu byggingarinnar, næsta skref er að leita tilboða í skemmuna.

Fundi slitið klukkan 20.20 Fundarritari

Kristjana Björnsdóttir

Getum við bætt efni þessarar síðu?