Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu þriðjudaginn 19. feb. kl. 17:00. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Steinn, Ólafur og Kristjana.
1.. Skýrsla sveitarstjóra
Nýlega var tekið sýni af neysluvatni og er allt í stakasta lagi. Fundargerðir HAUST nr 66 og 67 lagðar fram til kynningar. Leikskólanum hefur borist ósk um vistun barns á fyrsta ári. Hreppsnefndin veitir leyfi fyrir vistun í þessu einstaka tilfelli enda rúmist vistunin innan núverandi stöðugildis. Nýr nemandi er komin er í 1. bekk. grunnskólans.
Steinn og Jón Sigmar upplýstu um stöðu brunasamlags. Kynnt drög að verk- og þjónustusamningi Skrifstofuþjónustu Austurlands og Borgarfjarðarhrepps.
Steinn sagði frá spjalli við Áskel Heiðar varðandi málefni Kjarvalsstofu, hreppsnefndin ræddi málefni sjálfseignarstofnunnarinnar. Sveitastjóri sagði frá fundi með formanni UMFB þar sem farið var yfir undirbúning að byggingu sparkvallar. Búið er að sækja um Bláfána fyrir bátahöfnina. Stefnt að því að ,,Bræðslutankarnir” verði fjarlægðir fyrir sumarið.
2..Kauptilboð í 64% hlut í gamla frystihúsinu (07-62)
Blábjörg ehf hefur gert tilboð í hlut Borgarfjarðarhrepps í frystihúsinu. Afgreiðslu málsins frestað, þar sem hreppsnefnd telur að endurskoða þurfi lóðaleigusamning samhliða sölunni.
3.. Sýning listaháskólanema (07-042)
Hreppsnefndin fagnar áformum nokkurra listaháskólanema um listsýningu á Borgarfirði á sumri komanda og mun greiða fyrir komu þeirra eftir mætti.
4.. Staðardagskrá 21 – fundargerð (07-041)
Fundargerð Staðardagskrárnefndar Borgarfjarðarhrepps frá 13. febrúar lögð til kynningar.
5.. Námsferð grunnskólans (07-063)
Hreppsnefndin samþykkir að greiða kostnað sem út af stendur vegna ferðar grunnskólabarna til Akureyrar.
6.. Fjarskipti á Vatnskarð (07-061)
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps leggur áherslu á að tryggja þurfi að GSM samband náist af Vatnsskarði. Vegurinn um Vatnsskarð getur verið erfiður yfirferðar vegna illviðra og þurfa Borgfirðingar að fara um þennan fjallveg til að sækja þjónustu til Egilsstaða m.a.t. læknisþjónustu. Þá er vegurinn mjög fjölfarinn yfir sumartímann þar sem Borgarfjörður eystri nýtur vaxandi vinsælda meðal ferðamanna.
7.. Bygging skemmu á Heiði
Samþykkt formlega að ráðast í nýbyggingu á Heiðinni. Rætt um tilhögum og fleira.
Ósk um dagskrárbreytingu var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu og var 8. lið bætt á dagskrá fundarins.
8..Sala á atvinnuhúsnæði í eigu Borgarfjarðarhrepp
Hreppsnefndin stefnir að sölu eignanna Kögurs, Borgar, Iðngarða og frystihúss.
Fundi slitið kl:23.10
Fundarritari Kristjana Björnsdóttir
Minnt er á eindaga umsókna um lán hjá Atvinnuaukningasjóði sem er 1. apríl n.k. Úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð má nálgast á Hreppsstofu.