Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 3. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu þriðjudaginn 23. jan. kl. 17:00. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Steinn, Ólafur og Bjarni í forföllum Kristjönu.
1..Skýrsla sveitarstjóra.
Ma.minnst á Árskýrslu Borgarfjarðarhrepps fyrir 2005 sem er á leið í prentun.
Sjóvörn og sprengingar í grjótnámu sem áður var fjallað um 16. okt. 2006.
Fjallað um Brunavarnir á Austurlandi og samning aðildar sveitarfélagana um Brunavarnirnar.
Fram kom að líkur eru til að vegurinn um Bóndastaðaháls á Borgarfjarðarvegi verði klæddur á næsta sumri.
2..Styrkumsóknir.
Ferðamálahópurinn fer fram á styrk að upphæð 150 þúsund vegna endurgerðar og útgáfu útivistarkorts fyrir Víknaslóðir. Samþykkt einróma.
Hafþór Snjólfur Helgason athugar með styrk vegna lokaverkefnis við Háskóla Íslands. Lokaverkefni hans fjallar um mannvistarsögu Loðmundarfjarðar og endalok fastrar búsetu í firðinum. Hreppsnefndin vill styrkja Hafþór um 50 þúsund krónur, því verkefnið fjallar um merkan eyðifjörð sem er innan sveitarfélagsins.
3..Hafnarmál – samgönguáætlun 2007-2010.
Viðlegubryggja við Hólmagarð er komin á samgöngu áætlun 2007-2010
Framkvæmdin er á síðasta ári áætlunarinnar, kostnaðaráætlun er 17.1 mkr.
4..Fjárhagsáætlun 2007 - síðari umræða-.
Áætlunin samþykkt einróma.
Helstu niðurstöðutölur í þús. kr.
Skatttekjur:55.300
Bókfærðar heildartekjur:93.281
Afkoma aðalsjóðs:8.670
Afkoma A-hluta:5.888
Samtala A og B Hluta:135
Afborganir langtímalána: 3.440
Fjárfestingar:5.050
Handbært fé frá rekstri: 8.330
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.21:00
Fundargerð ritaði Óli Hall.