Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 1. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 8. jan. kl. 17:00. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Steinn, Ólafur og Bjarni í forföllum Kristjönu.
1.. Skýrsla sveitarstjóra:
Sagt frá samráðsfundi með skólastjóra. Skólastarf er í nokkuð föstum skorðum.
Oddviti greindi frá fundi Húsnefndar Fjarðarborgar sem var í síðustu viku. Nokkuð rætt um fundinn.
Drepið á sjálfvirkaveðurstöð kostnaður við tæki og uppsetningu áætlaður 500-700. þúsund.
2..Vaxtasamningur Austurlands.
Skrifað var undir Vaxtasamning Austurlands á Hótel Héraði 4.jan 2007.Sveitarstjóri fór yfir samninginn og þau tvö verkefni sem eru Borgfirsk. Framlag Borgarfjarðarhrepps til samningsins er 80 þús í þrjú ár.
3..Hótel Blábjörg.
Fyrir fundinum lá kynning á áformum Blábjarga ehf. á fyrirhuguðum framkvæmdum við “gamla frystihúsið”. Eignarhluti Blábjarga ehf. í frystihúsinu og viðbyggingum er 35,8%. Hugmyndir félagsins eru að breyta húsinu í heilsuhótel og listagallerí. Vegna breytinga á húsinu vilja forsvarsmenn Blábjarga ehf. ræða nokkur atriði við Sveitarstjórn Borgarfjarðarhrepps.
Kynning félagsins á áformunum rædd allnokkuð. Sveitarstjóra falið að svara forsvarsmönnum Blábjarga ehf. um spurningar þær er snúa að sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn Borgarfjarðarhrepps fagnar heilshugar þessum metnaðarfullu áformum.
4..Borg ehf.
Sveitarstjóri greindi frá því að Borgarfjarðarhreppur yfirtók eignir Borgar ehf.29.12.2006. Eins og samþykkt var á fundi Hreppsnefndar 18.des síðastliðinn.
Borg ehf. sem er nær eingöngu í eigu Borgarfjarðarhrepps, hefur samið við skuldunauta sína og er félagið nú bæði eigna og skuldlaust.
5..Fjárhagsáætlun 2007.
Unnið að gerð fárhagsáætlunar.
Fleira ekki og fundi slitið kl. 24:00
Fundargerð ritaði Óli Hall.