Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 20. fundar á árinu 2006 í Hreppsstofu mánudaginn 18. des. kl. 17:00. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Steinn, Ólafur og Kristjana.
1.. Skýrsla sveitarstjóra:
Meðal annars drepið á:
Veraldavinir sjálfboðavinna 2007 - stefnt að því að taka á móti sjálfboðaliðunum í byrjun júní.Fjallskil Loðmundarfjörður – hreppsnefndin mun fara gaumgæfilega yfir allt það sem lítur að fjallskilum í Loðmundarfirði.FMR – ný aðferðarfræði við álagningu fasteignaskatta/gjalda- um áramótin verður tekið verður í notkun nýtt kerfi við álagninguna, sveitastjóri hefur sótt námskeið hjá fasteingamatinu í notkun kerfsins. Sveitarotþrær – verklok. Sveitavatnsból – komin er skýrsla frá Verkfræðistofu Austurlands sem unnin var eftir úttekt í sumar víðast í sveitinni er vatnstölumálum ábótavant að einhverju leiti.Hreppurinn mun hafa forgöngu um úrbætur, saman ber Staðardagskrá 21 fyrir Borgarfjörð.Leikskóli - verður lokaður milli hátíða.Grunnskóli- farið yfir punkta frá síðasta samráðsfundi.
Í fundarhléi skoðuðu hreppsnefndarmenn nýja ,,póstbílinn” og leist vel á.
2.. Fasteignagjöld 2007:
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr 10.000 á íbúð enþar sem lítið sorp er kr 5.500. 50 pokar innifaldir í sorphreinsunargjaldi.Aukapokar til sölu í áhaldahúsi í heilum búntum.Sorpförgunargjöld skv. óbreyttri gjaldskrá: Bændur, útgerðarmenn o.fl. kr 4.000, FKS kr 50.000. Sveitarotþróargjöld skv. óbreyttri gjaldskrá: kr 3.000 á rotþró.Vatnsgjöld: Á húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr 12.000 lágmarki kr 5.000 FKS kr 30.000.Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,36%, á atvinnuhúsnæði 1%, á sjúkrastofnanir, skóla og fl. 0,88%
3..Borg ehf:
Fyrir fundinum lá tillaga þess efnis að Borgarfjarðarhreppur yfirtaki eignir Borgar ehf
Kristjana lýsti hugsanlegu vanhæfi sínu við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.Oddviti bar upp vanhæfistillöguna og var hún felld tveir voru með en þrír á móti. Hreppsnefndin samþykkti að yfirtaka eignir Borgar ehf með fjórum atkvæðum gegn einu.
4.. Snjómokstur 2007:
Farið yfir fyrirkomulag snjómoksturs í sveitarfélaginu og kostnaðarskiptingu milli Vegagerðarinnar og Borgarfjarðarhrepps.Sveitastjóri metur mokstursþörf á þeim leiðum sem Borgarfjarðarhreppur greiðir fyrir snjómokstur á.Varðandi snjómokstur á Borgarfjarðarvegi
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps telur að þjónustustig snjómoksturs á Borgarfjarðarvegi hafi ekki verið með ásættanlegum hætti það sem af er vetri og beinir því til Vegagerðarinnar að á þessu verði ráðin bót.
5..Sparkvöllur:
Hreppsnefndin er sammála um að vinna áfram að málinu.
6..Fjárhagsáætlun 2007:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
7.. Ráðning sveitastjóra :
Ráðningarsamningur við Stein Eiríksson framlengdur út árið 2007
Fundi slitið kl: 22.20
Fundargerð ritaði Kristjana Björnsdóttir