Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

19. fundur 04. desember 2006

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 19. fundar á árinu 2006 í Hreppsstofu mánudaginn 4. des. 2006 kl. 17:00. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón S., Steinn, varamaðurinn Bjarni og Ólafur sem kom kl 17:25

 

1. Skýrsla sveitarstjóra:

Meðal annars drepið á:

Fjallað um dóm sem féll 10 nóvember í dómsmáli KB banka gegn hreppnum vegna ábyrgð hreppsins á skuldabréfi Álfasteins (gamla) frá 1997. Hreppurinn var sýknaður af kröfu bankans í Héraðsdómi Austurlands og KB banki dæmdur til að greiða kr 200 þús í málskostnað.

Kynnt bréf frá Menningarráði Austurlands vegna kostnaðarhlutdeildar.

Lítillega fjallað um fundargerðir HAUST og Skólaskrifstofu Austurlands.

Fasteignamat ríkisins heldur námskeið 8 des. næstkomandi, þar sem kynnt verður samhæft gagna og upplýsinga kerfi um allar fasteignir í landinu. Steinn mun fara á námskeiðið.

Sveitarstjóri kynnti drög að bréfi sem sent verður vegagerðinni varðandi lagfæringu á veginum milli Stakkahlíðar og Klyppstaðar í Loðmundarfirði. Vegurinn er alfarið á ábyrgð vegagerðarinnar.

Minnst á að hunda og katta hreinsun sem verður í Áhaldahúsi Borgarfjarðarhrepps 12. des. milli kl. 10 og 12.

2. Minjasafn Austurlands – viðbótarframlag:
Vegna mikils halla á rekstri Minjasafnsins á árinu 2006 fer stjórn safnsins fram á2. mkr viðbótarframlag frá sveitarfélögunum. Hlutdeid Borgarfjarðarhrepps af þeirri upphæð er kr 78.414.-. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samráði við hin aðildarsveitarfélögin.

3. Heilbrigðisstofnun Austurlands:
Kynnt nýframkominstefnumörkun HSA á Egilsstöðum um nýbyggingar.
Í stefnumörkuninni kemur fram að höfuðáhersla verður lögð á að flýta byggingu yfir hjúkrunarsjúklinga og þá sem þurfa á öryggis og þjónustuíbúðum að halda. Þá er gert ráð fyrir því að í byggingunni verði aðstaða fyrir dagvist, bæði almenna og eins fyrir heilabilaða.
Hreppsnefndin tekur undir og fagnar þessum hugmyndum.

4.Héraðsnefndarfundargerðir:
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5. Ferðamálahópurinn – útgáfa á göngukorti:
Borgarfjarðarhreppi stendur til boða að kaupa auglýsingu á bakhlið kortsins.
Ákveðið að kaupa auglýsingu vegna tjaldsvæðis 1/3 hluta úr síðu.

6. Héraðskjalasafn Austfirðinga:
Fyrir lá nýr stofnsamningur um Héraðsskjalasafn Austfirðinga sem var endurskoðaður vegna sameiningar sveitarfélaga.
Stofnsamningurinn samþykktur samhljóða.
Einnig lá fyrir fjárhagsáætlun Héraðskjalasafnsins hreppsnefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

7. Afleggjari út í Húsavík:
Landeigendur í Húsavík hafa farið fram á það við Borgarfjarðarhrepp að hann gerist veghaldari að veginum út í Húsavík. Nefndin sér því ekkert til fyrirstöðu.

8. Útsvarsprósenta 2007:
Útsavarsprósenta ákveðin 13,03% sem er hámarksálagning.

  1. Borg ehf:
    Fram kom að Borg ehf á í viðræðaum við KHB um mögulegaeftirgjöf á skuldum Borgar ehf við KHB. Ekki hefur verið samið um skuldir Borgar ehf við Borgarfjarðarhrepp né hvernig farið verður með fasteignir Borgar ehf.

Ákveðið að sveitarstjóri vinni málið áfram.

  1. Fjárhagsáætlun 2007:
    Vinna hafin við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2007.

Fleira ekki gert fundi slitið kl 21:20

Fundargerð ritaði Óli Hall.

Getum við bætt efni þessarar síðu?