Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 18. fundar á árinu 2006 í Hreppsstofu mánudaginn 6. nóv. kl. 17:00. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón S., Steinn, Ólafur og Kristjana.
Af kynning Ástu og Kjartans sem boðuð var í dagskrá varð ekki.
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Fundur með þingmönnum NA kjördæmis:
Steinn og Jakob fóru á fund þingmanna og ræddu m.a. samgöngumál, hafnargerð og málefni Kjarvalsstofu.
Fundur Umhverfisstofnunar 7. nóvember:
Hreppsnefndi hittir fundarboðendur frá Umhverfisstofnun kl:19:30
Stígamót styrkur:
Afgreiðist með fjárhagsáætlun.
Grunnskólinn:
Farið yfir fundargerð samráðsfundar og fjallað um beiðni um námsvist fyrir tvo nemendur sem væntanlegir eru í skólann.Hreppsnefndin fagnar fjölgun nemenda í Grunnskólanum.
Félagsmálanefndin:
Fundargerðir félagsmálanefndar kynntar.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands:
Fundargerð kynnt.
Skógræktarfélag Íslands:
Úrdráttur úr fundargerð kynntur.
Fljótsdalshérað – vegslóðar:
Bréf þar sem kynntur er vinnuhópur sem hefur það hlutverk að kortleggja vegaslóða sem eru á hálendi Fljótsdalshéraðs.Búið er að ,,trakka” slóða í Borgarfjarðarhreppi.
HAUST – aðalfundur 11. okt:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Styrkur frá EBÍ vegna vefmyndavélar og veðurstöðvar:
Styrkur að upphæð kr.250 þús. fékkst, kannað verður áfram með veðurstöð.
Nefnd Alþingis um öryggismál Íslands:
Bréf nefndarinnar kynnt.
Samningur um brunavarnir:
Samningurinn verður lagður fyrir á næsta fundi hreppsnefndar.
Þá var drepið á hafnarmál og vinnuaðstöðu á Hreppsstofu en hafist verður handa við lagfæringar þar í vikunni.
- Fundargerð byggingarnefndar:
Fundargerð frá 30. okt. 2006 lögð fram og samþykkt einróma.
- Húsaleigubætur
Greiðsla húsaleigubóta verður með sama hætti og síðastliðið ár.
- Vefsíða fyrir sveitarfélagið
Jón Sigmar lagði til að undir þessum lið heimilaði hreppsnefnd Helga Arngrímssyni að taka til máls, tillagan samþykkt einróma.Farið yfir drög að samningi og gerðar smávægilegar breytingar. Þá var farið yfir efni og uppsetningu á væntanlegri heimasíðu Borgarfjarðarhrepps.
- Vinaminni – erindi frá eldri borgurum
Erindið verður afgreitt við gerð fjárhagsáætlunar.
- Svæðisskipulag Héraðssvæðis
Kynntar auglýstar breytingar á svæðisskipulagi Héraðssvæðis, breytingarnar eru innan Fljótsdalshéraðs og hefur hreppsnefndin ekkert við þær að athuga.
- Fundargerðir Minjasafns Austurlands
Fundargerðir frá 12. sept. – 12. okt. og 24. okt. lagðar fram til kynningar.
- Erindi frá Minjasafni Austurlands
Minjasafnið fer fram á viðbótarframlag, afgreiðslu málsins frestað.
Fundi slitið klukkan 21.00
Kristjana Björnsdóttir ritaði fundargerð