Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til fundar í Hreppsstofu mánudaginn 18. sept. 2006 kl. 17:00. Mætt: Jakob, Steinn, Ólafur og Kristjana. Bjarni mætti fyrir Jón Sigmar kl. 17:07
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Meðal efnis: Lið a) var frestað til næsta fundar. Sveitarstjóri sagði meðal annars frá því að samið hafði verið við Securstore á Akranesi um afritun og geymslu á tölvutækjum gögnum Borgarfjarðarhrepps. Innra eftirlit vatnsveitunnar er í vinnslu en Heilbrigðiseftrilit Austurlands er farið að minna á að það komist í gagnið. Þá er verið að vinna í að koma í gagnið nýjum lindarbrunnum á Engi.
Leikskólabörnum hefur fjölgað um eitt, auk þess eru 2 skólabörn úr sveitinni vistuð þar eftir skóla 2 daga í viku. Þá var minnst á tölvumál skóla og Hreppsstofu, tryggingamál sveitarfélagsins og fund með Vegagerðinni 6. sept. sl. þar sem starfsmenn Vegagerðarinnar upplýstu sveitarstjórnarmenn um vegamál í hreppnum. Drepið á mál slökkviliðs og drög að samkomulagi um brunavarnir.
2. Fundargerð landbúnaðarnefndar:
Landbúnaðarnefnd ákvað á fundi 31. ágúst að hafa 35 kindur í dagsverki. Þá tók nefndin fyrir erindi Jóns Sigurðssonar á Sólbakka um lausagöngubann sauðfjár í Þrándastaðalandi sem hreppsnefndin sendi til landbúnaðarnefndar til umsagnar. Hreppsnefndin sér sér ekki fært að verða við erindi Jóns.
3. Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands:
Fulltrúi Margrét Hjarðar og Jakob Sigurðsson til vara.
4. Fjárlaganefnd Alþingis, bréf:
Fjárlaganefnd gefur sveitarstjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni vegna fjárlagaársins 2007, í Reykjavík.
5. Nýr samningur um félags- og barnaverndarþjónustu:
a) Samningur um sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd milli Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Vopnafjarðarhrepps kynntur og borin upp til samþykktar, samþykktur einróma.
Samningur um félags- og barnaverndarþjónustu milli annarsvegar, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Vopnafjarðarhrepps og hins vegar Fljótsdalshéraðs kynntur og borinn upp til samþykktar, samningurinn samþykktur einróma.
b) Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps í Félagsmálanefnd er Sigrún Arngrímsdóttir
----------
Að gefnu tilefni óskar Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps Magna Ásgeirssyni til hamingju með stórkostlega frammistöðu í söngvarakeppninni Supernova. Frammistaða og framkoma Magna er okkur öllum til mikils sóma.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:10
Undirskriftir
Kristjana Björnsdóttir
Fundarritari