Árið 2006 mánudaginn 14. ágúst kl. 17:00 kom hreppsnefnd saman til fundar í Hreppsstofu. Mættir Jakob, Ólafur, Steinn, Kristjana og Bjarni í stað Jóns Sigmars.
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Meðal efnis:
Bréf Eignarhaldsfél. Brunabótarfélagsins þar sem kynntur er möguleiki á styrkumsóknum í verkefni sem telst til “sérstakra framfara”. Sveitarstjóri mun senda inn umsókn fyrir ákveðið verkefni.
Sláttur á opnum svæðum. Mótuð verður stefna um hvað verður slegið og framkvæmt fyrir næsta sumar.
Tónleikahelgin 29. júlí. Fram kom að allt gekk að óskum og engin mál komu upp sem til vansa mega teljast.
Þá var drepið á málefni félagsþjónustu, brunamálasamstarf, starf skólavarðar, en engin umsókn hefur borist um starfið.
Dagsbrún verður áfram í útleigu. Drepið á ýmis fleiri mál.
Ólafur spurði um hvort breytingar á útihúsum á Sæbakka hafi komið fyrir bygginganefnd. Oddviti sagði svo ekki vera. Málið verði athugað.
2. Löndunarkrani við bátahöfn:
Við umræður frá síðasta fundi hefur nú bætst að Vinnueftirlitið skoðaði kranann 10. ágúst og gerði athugasemdir við fleiri atriði en leka. Talið óhjákvæmilegt að endurnýja kranann. Kostnaðurinn án VSK er á bilinu 2 til 2,5 milljónir.
3. Erindi frá umhverfisnefnd Fljótsdalshéraðs:
Þar sem óskað er eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á Austurlandi um að “gerð verði úttekt á bestu, hagkvæmustu og umhverfisvænustu aðferð við meðhöndlun úrgangs á Austurlandi”. Hreppsnefndin lýsir áhuga á að taka þátt í verkefninu.
4. Erindi frá Jóni Sigurðssyni Sólbakka vegna lausagöngu sauðfjár:
Jón fer fram á það að hreppsnefnd setji lausagöngubann á sauðfé í Þrándastaðalandi (Sólbakka). Erindi Jóns vísað til umsagnar í landbúnaðarnefnd.
5. Umsókn um frístundalóð:
Kynnt og vísað til bygginganefndar.
6. Almannavarnarnefnd – fulltrúi Borgarfjarðarhrepps:
Steinn Eiríksson aðalmaður. Kristjana Björnsdóttir til vara.
7. Flugvöllur – erindi frá Flugmálastjórn vegna umsjónar:
Flugmálastjórn sendi erindi þess efnis hvort til greina komi að sveitarfélagið hafi með höndum eftirlit og umsjón með flugbrautinni á Borgarfirði. Ef enginn fæst til verksins er nefndin tilbúin til að sinna málinu af öryggisástæðum. 1 á móti.
8. Fjallskil 2006 - Borgarfjörður:
a) Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson
b) Landbúnaðarnefnd falið að ákveða fjárfjölda í dagsverki, skipa gangnastjóra, jafna niður dagsverkum á bændur og ákveða gangnadaga.
Loðmundafjörður:
Fjallskil verða þar með svipuðum hætti og undanfarin ár.
9. Kauptilboð í gamla vatnstankinn:
Helgi og Bryndís Réttarholti óska eftir að kaupa gamla vatnstankinn á Bakkamelum. Tilboðið er upp á 10.000 kr og er ætlunin að nýta tankinn til eflingar ferðaþjónustu á Borgarfirði.
Samkvæmt aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps stendur tankurinn á opnu óbyggðu svæði. Hreppsnefndin telur ekki fært að selja tankinn undir atvinnustarfssemi að óbreyttu skipulagi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:00
UndirskriftirKristjana Björnsdóttir
Fundarritari