Aukafundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps föstudaginn 16. júní 2006 kl. 18.00.
Mættir Jakob, Kristjana, Jón Sigmar, Ólafur og varamaðurinn Bjarni Sveinsson í stað Steins Eiríkssonar.
1. Ráðning sveitarstjóra:
Oddviti gerði að tillögu sinni að fundurinn yrði haldinn fyrir luktum dyrum. Samþykkt einróma.
Kl. 21.45. Fundi frestað til mánudagsins 19. júní kl. 17.00.
Fundi framhaldið mánudaginn 19. júní kl. 17.00.
Í Hreppsstofu mættir Jakob, Kristjana, Jón S og Ólafur. Bjarni kl. 17.15
2. Oddviti bar upp dagskrártillögu um að taka á dagskrá “sáttatilboð vegna Smáragrundarsölu”. Samþykkt með 4 atkv. Oddviti áminnti hreppsfundarmenn um fagleg vinnubrögð og þess að þeir gæti stillingar á fundinum. Kristjana taldi að nefndarmenn yrðu að fá að tjá sig.
Kristjana vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu en hún er starfsmaður Álfasteins ehf. Samþykkt með 2 atkv.
“Sáttatilboð vegna Smáragrundarsölu”
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps fellst á sjónarmið Steins Eiríkssonar, um að ekki hafi verið staðið að sölu Smáragrundar á seinasta ári, að hálfu hreppsins, með þeim hætti að um góða og eftirbreytanlega stjórnsýslu geti talist. Hreppsnefnd harmar hvernig þetta mál þróaðist og fagnar sáttarboði Steins.
Hreppsnefnd tekur tilboði Steins um að lok málsins verði að hreppurinn bakfæri 12 mánaða húsaleigu á Ásbrún, enda er hún tilkomin vegna þess að ekki var tekið tilboði Steins í Smáragrund og þess að íbúðin hefur staðið ónýtt um helming þess tíma.
Bókunin borin upp. Samþykkt með 3 atkv. Einn sat hjá.
3. Framhald fyrsta dagskrárliðar. “Ráðning sveitarstjóra” og nú á opnum fundi.
Hreppsnefndarmenn samþykktu einróma að ráða Stein Eiríksson sveitarstjóra til næstu áramóta. Oddvita falið að ganga frá samningi við nýráðinn sveitarstjóra.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.35
Undirskriftir
Ólafur A. Hallgrímsson
Fundarritari