Árið 2006, 12 júní kl 17:00, kom nýkjörin hreppsnefnd saman til fyrsta fundar í hreppsstofu. Allir nefndarmenn mættir. “Starfsaldursforseti” Kristjana Björnsdóttir, bauð nýkjörna hreppsnefndarmenn velkomna til starfa og kannaði lögmæti fundarins, hreppsnefndarmenn samþykktu að fundurinn teldist lögmætur og löglega hefði verið til hans boðað.
1. Kjörfundargerð frá 27 maí 2006:
Samkvæmt kjörfundargerð voru eftirtaldir kosnir sem aðalmenn og varamenn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps:
Aðalmenn:
Jakob Sigurðsson Hlíðartúni
Jón Sigmar Sigmarsson Desjarmýri
Steinn Eiríksson Ásbrún
Kristjana Björnsdóttir Bakkavegi 1
Ólafur Arnar Hallgrímsson Skálabergi
Varamenn:
Jóna Björg Sveinsdóttir Geitlandi
Bjarni Sveinsson Hvannstóð
Ásta Sigfúsdóttir Brautarholti
Björn Skúlason Sætúni
Katrín Guðmundsdóttir Jökulsá
2. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs:
Oddviti var kjörinn Jakob Sigurðsson með 3 atkvæðum. Jakob tók nú við fundarstjórn. Varaoddviti var með hlutkesti valinn Jón Sigmar Sigmarsson.
3. Fundartími hreppsnefndarfunda næsta ár:
Hreppsnefndarfundir verði eins og áður fyrsta og þriðja mánudag mánuðina september til apríl en fyrsta mánudag mánuðina maí til ágúst. Beri reglulegan fundardag upp á frídag færist fundur að jafnaði aftur til næsta virks dags.
4. Nefndarkosningar til eins árs:
Undirkjörstjórn við Alþingiskosningar
Aðalmenn: Björn Aðalsteinsson Varamenn: Helgi Hlynur Ásgrímsson
Bjarni Sveinsson Hólmfríður Lúðvíksdóttir
Þórey Eiríksdóttir Margrét Bragadóttir
5. Nefndarkosningar til fjögurra ára:
a) Kjörstjórn við sveitarstjórnarkosningar:
Aðalmenn: Ásta Magnúsdóttir Varamenn: Kári Borgar Ásgrímsson
Jóna Björg Sveinsdóttir Bjarni Sveinsson
Björn Aðalsteinsson Þórey Eiríksdóttir
b) Skoðunarmenn hreppsreikninga:
Aðalmenn: Björn Aðalsteinsson Varamenn: Kári B Ásgrímsson
Sigurlína Kristjánsdóttir Þorsteinn Kristjánsson
c) Skólanefnd grunnskóla
Aðalmenn: Margrét Hjarðar Varamenn: Sigrún H Arngrímsdóttir
Susanne Naumann Helgi H Ásgrímsson
Jökull Magnússon Andrés Björnsson
d) Byggingar og brunavarnarnefnd:
Aðalmenn: Jakob Sigurðsson Varamenn: Karla Sveinsson
Björn Skúlason Ásgeir Arngrímsson
Ólafur Aðalsteinsson Baldur Guðlaugsson
e) Leikskólanefnd:
Aðalmenn: Ólafur A Hallgrímsson Varamenn: Sigurlína Kristjánsdóttir
Þórey Eiríksdóttir Guðlaug Dvalinsdóttir
Susanne Naumann Þröstur F Árnason
f) Landbúnaðarnefnd:
Aðalmenn: Jón S Sigmarsson Varamenn: Andrés Hjaltason
Andrés Björnsson Þorsteinn Kristjánsson
Ásgeir Arngrímsson Matthildur Þórðardóttir
g) Stjórn Fjarðarborgar:
Aðalmenn: Karl Sveinsson Varamenn: Helga Björg Eiríksdóttir
Jakob Sigurðsson Jón Sigmar Sigmarsson
h) Hafnarstjórn.
Hreppsnefnd fer með stjórn hafnarmála eins og áður.
i) Fulltrúaráð Héraðsskjalasafns:
Aðalmaður: Björn Aðalsteinsson Varamaður: Kristjana Björnsdóttir
j) Stjórn Minjasafn Austurlands:
Aðalmaður: Kristjana Björnsdóttir Varamaður: Björn Aðalsteinsson
k) Jafnréttisnefnd:
Bryndís Snjólfsdóttir, Jóna Björg Sveinsdóttir og Kári Borgar Ásgrímsson.
l) Staðardagskrárnefnd:
Jakob Sigurðsson, Steinn Eiríksson, Margrét Bragadóttir, Bjarni Sveinsson Þorsteinn Kristjánsson og Jóna Björg Sveinsdóttir.
m) Í stjórn Kjarvalsstofu:
Aðalmaður: Jakob Sigurðsson Varamaður: Björn Skúlason
n) Stjórn Borgar ehf:
Aðalmenn: Jakob Sigurðsson Varamenn: Kristjana Björnsdóttir
Jón S Sigmarsson Ólafur A Hallgrímsson
Steinn Eiríksson
Sá nefndarmaður, sem fyrst er talinn skal kalla nefndina saman til fyrsta fundar.
6.Kjörstjórnarlaun v/sveitarstjórnarkosningar:
Kjörstjórnarlaun kr 25.000 á mann og kr 10.000 til dyravarðar.
7. Sveitarstjóri:
Hreppsnefndin stefnir að ráðningu sveitarstjóra og mun oddviti kanna þau mál á næstu dögum.
8.Bréf Jónu Bjargar Sveinsdóttur:
Hreppsnefndin samþykkir einróma þá ósk Jónu Bjargar að verða leyst undan því að taka sæti 1. varamanns í Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps þetta kjörtímabil.
9.Vínveitingarleyfi Veitingarsölu Fjarðarborg.
Hreppsnefndin samþykkir einróma umbeðið veitingarleyfi til tveggja ára , fyrir lágu öll tilskilin gögn og ekki þótti ástæða til sérstakra takmarkana.
10. Úrskurður Félagsmálaráðuneytis:
Steinn Eiríksson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu í málinu, vanhæfi hans var borið undir hreppsnefnd sem samþykkti það einróma, eftir lestur fundargerðar vék Steinn af fundi. Kristjana vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi vegna tengsla við Álfastein ehf, hreppsnefnd hafnaði vanhæfi Kristjönu með 3 atkvæðum.
Úrskurðurinn hafnar kröfu Borgarfjarðarhrepps um að umsamið kaupverð íbúðar í Smáragrund verði talið markaðsverð þannig að ekki komi til skerðingar á framlagi Varasjóðs Húsnæðismála vegna sölunnar.
Úrskurðarorð:
“Ákvörðun ráðgjafanefndar Varasjóðs Húsnæðismála um söluframlag til Borgarfjarðarhrepps skal standa óhögguð.”
Eintök af úrskurðinum í heild liggur frammi á Hreppsstofu.
Engar athugasemdir við fundargerð. Fundi slitið kl 21:40
Undirskriftir Kristjana Björnsdóttir