Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

10. fundur 22. maí 2006

Árið 2006, mánudaginn 22.mai, var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Bjarni, Jóna Björg, Jakob og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið á m.a. áhaldahúsviðbyggingu, fuglabækling, Austurbæjalínu, ADSL, Borg ehf, Álfasteinsábyrgð (gamla), ársskýrslu og aukaframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna reksturs Grunnskóla Borgarfjarðar árið 2005.

2. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2005.
Samþykktur einróma við síðari umræðu.

3. Veðleyfi í Njarðvík:
Andrés Hjaltason óskar eftir veðleyfi í Njarðvík vegna skuldbreytingaláns.
Hreppsnefndin telur þörf á ítarlegri upplýsingum um stöðu veðlána o.fl. áður en tekin er afstaða til veitingar veðleyfisins.

4. Félagsþjónusta og brunavarnir:
Hreppsnefndin samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um rekstrarsamlag brunavarna enda verði tekið tillit til athugasemda slökkviliðsstjóra á Borgarfirði um skipulag slökkviliðs Borgarfjarðar.
Hreppsnefndin samþykkir aðild Borgarfjarðarhrepps að félags- og barnaverndarþjónustu, sbr. fyrri fundargerðir, enda verði skipting sveitarfélaga í norður- og suðursvæði skilgreind fyrirfram.

5. Stjórnsýslukæra:
Kærunefnd húsnæðismála hefur fellt úrskurð vegna stjórnsýslukæru Steins Eiríkssonar vegna sölu á Smáragrund. Í úrskurðinum eru málsatvik rakin og í lokin eru eftirfarandi
"ÚRSKURÐARORÐ
Ekki eru efni til að gera athugasemdir við niðurstöðu Borgarfjarðarhrepps frá 15.ágúst 2005 í máli Steins Eiríkssonar, Iðngörðum, 720 Borgarfirði, um ákvörðun Borgarfjarðarhrepps við sölu Smáragrundar, Borgarfirði."

Hægt er að nálgast eintök af úrskurðinum í heild á Hreppsstofu.
- - - - - - - - - - - -
Í lok fundarins þakkaði oddviti hreppsnefndarmönnum og sveitarstjóra gott samstarf á kjörtímabilinu og óskaði eftir svohljóðandi bókun:
Þar sem Magnús Þorsteinsson hefur tilkynnt kjörstjórn að hann gefi ekki kost á endurkjöri í komandi sveitarstjórnarkostningum vill oddviti fyrir hönd Borgarfjarðarhrepps færa Magnúsi sérstakar þakkir fyrir áratuga farsæl og óeigingjörn störf í þágu Borgfirðinga.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:00

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?