Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

9. fundur 08. maí 2006

Árið 2006, mánudaginn 8. mai, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps sem hófst í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Jóna Björg, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra . Hlynur Sigurðsson löggiltur endurskoðandi sat fundinn undir 1. dagskrárlið. Fyrir var tekið:

1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2005 - Fyrri umræða:
Hlynur skýrði reikninginn og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna.
Samþykktur einróma.

2. Skýrsla sveitarstjóra:
Nokkur atriði komu til umræðu, þar á meðal aukaframlag v/grunnskóla, sveitarotþrær, áhaldahúsviðbygging og sparkvöllur.

3. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005 - 2020:
Fyrir fundinum lá tillaga UMÍS, sbr. fundargerð 20. mars sl.
Áætlunin samþykkt einróma.

4. Atvinnuaukningarsjóður:
Hreppsnefndin samþykkti vanhæfi Kristjönu, starfsmanns Álfasteins og áður var Jakob talinn vanhæfur og viku þau af fundi. Ráðstöfunarfé sjóðsins í ár er 1,9 millj. skv. fjárhagsáætlun. Ákveðið að bæta tæpri milljón við þá upphæð. Hreppsnefndin samþykkti eftirfarandi lánveitingar enda verði veðsetningar með fullnægjandi hætti:
Kári Borgar ehf kr 1.000.000 v/bátakaupa
Álfasteinn ehf 500.000 v/tækjakaupa
Jakob Sigurðsson 1.200.000 v/kaupa á áætlunarbíl
Jóhanna Borgfjörð 140.000 v/endurbóta í Ásbyrgi

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:30
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Næsti fundur hreppsnefndarinnar verður 22. mai nk.

Getum við bætt efni þessarar síðu?