Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

8. fundur 24. apríl 2006

Árið 2006, mánudaginn 24. apríl, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps sem hófst í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Kristjana, Jóna Björg, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta var gert á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Minnst var m.a. á áhaldahúsviðbyggingu, frystihússölu og svæðisúrgangsáætlun.

2. Atvinnuaukningarsjóður:
Úthlutun lána úr sjóðnum verður á næsta hreppsnefndarfundi. Litiðverður svo á að umsækjendur sem ekki hafa þá gert grein fyrir hvaða veð verða veitt fyrir viðkomandi láni hafi fallið frá umsókninni.

3. Brunasamlag:
Hreppsnefndin er að mestu sátt við fyrirhugað skipulag brunsamlags en telur að taka verði tillit til athugasemda slökkviliðsstjóra hreppsins um skipulag slökkviliðs á Borgarfirði. Sveitarfélög verða að eiga fulla aðild að brunasamlaginu vilji þau vera með.

4. Félagsþjónusta:
Fyrir fundinum lágu minnispunktar vegna hugmynda um sameiginlega félagsmálanefnd og skipan félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og nokkurra nágrannasveitarfélaga þess.
Hreppsnefndin er samþykk samningsdrögunum sem eru í raun útvíkkun á samningum Fljótsdalshéraðs við Borgarfjarðarhrepp og Fljótsdalshrepp um þessi mál.
Ekki er hægt að fallast á annað en að sameiginleg félagsmálanefnd fari með bæði félags- og barnaverndarmál með fullri aðild allra sveitarfélaganna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?