Árið 2006, mánudaginn 3. apríl, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl. 17:07 í Hreppsstofu. Á fundinum voru Jóna Björg, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Á fundinum var þetta gert:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Lítillega var fjallað um m.a. frystihússölu, ADSL, refaveiðimenn, rekstrarframlag vegna félagsíbúða, svæðisskipulag á Héraðssvæði, væntanlegan kynningarfund Umhverfisstofnunar og næsta hreppsnefndarfund sem verður mánudaginn 24. apríl nk. Oddviti greindi frá 700 þús króna styrkveitingu Menningarráðs Austurlands til tónleikahalds á vegum Kjarvalsstofu.
2. Búfjáreftirlitsnefnd:
Þorsteinn Kristjánsson tilnefndur fulltrúi Borgarfjarðarhrepps í nefndina og Jón Sigmar til vara.
3. Álfasteinsábyrgð:
KB-banki Egilsstöðum hefur stefnt Borgarfjarðarhreppi til greiðslu skuldar að fjárhæð kr 539.066 ásamt dráttarvöxtum frá 1.11.2003 til greiðsludags. Skuldina telur bankinn tilkomna vegna einfaldrar ábyrgðar hreppsins á verðtryggðu skuldabréfi sem gefið var út af Álfasteini hinum gamla 19.03.1997. Að vel athuguðu máli samþykkti hreppsnefndin með 3 atkv. gegn 1 að Kristjana væri vanhæf til að fjalla um málið vegna skyldleika við útibússtjóra KB-banka á Egilsstöðum og vék hún af fundi við umfjöllun þess. Hreppsnefndin samþykkti einróma að taka til varna í málinu.
4. Atvinnuaukningarsjóður:
Borist höfðu fimm umsóknir um lán úr sjóðnum þ.á m. frá Jakobi Sigurðssyni sem hreppsnefndin samþykkti einróma að væri vanhæfur að fjalla um veitingu lánanna og vék hann þá af fundinum. Ekki er talið fært að lána til eigna sem keyptar voru fyrir meira en ári og verður því að hafna einni umsókninni. Óskað er eftir að aðrir umsækjendur geri grein fyrir hvaða veð veitt verði fyrir viðkomandi láni og leggi fram veðbókarvottorð sé eignin orðin veðhæf.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:15
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari