Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

6. fundur 20. mars 2006

Árið 2006, mánudaginn 20. mars var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Baldur og Bjarni ásamt sveitarstjóra. Þetta var gert á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið m.a. á Vatnsveitustarfsleyfi, dvalarheimili, áhaldahúsviðbyggingu, vigtunarmál, hafnaáætlun og ADSL.

2. Fasteignaskattar:
Felldir voru niður fasteignaskattar nokkurra elli- og örorkulífeyrisþega. Samþykkt að nota nýtt heimildarákvæði í tekjustofnalögum til að veita styrki vegna fasteignaskatta af Vinaminni og Lindarbakka svo og ferðafélagsskálunum í Breiðuvík og Húsavík.

3. Brunavarnaáætlun sem slökkviliðsstjóri hefur aðlagað aðstæðum á Borgarfirði samþykkt einróma og undirrituð.

4. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005 - 2020:
Framlögð drög sem unnin hafa verið af UMÍS í Borgarnesi. Einnig var greint lauslega frá kynningarfundi um málið, sem haldinn var á Egilsstöðum 16. mars.
Hreppsnefndin hefur ekkert við áætlunardrögin að athuga.

5. Brunasamlag og félagsþjónusta:
Fljótsdalshérað hefur fundað með nokkrum nágrannasveitarfélögum um þessi mál en ekki hefur þótt ástæða til að sækja þá fundi af hálfu Borgarfjarðarhrepps.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hefur frá byrjun þessarar brunasamlagsumræðu verið þess mjög hvetjandi að gengið yrði til samstarfs á þeim nótum sem nú eru til umræðu og er afstaða nefndarinnar óbreytt hvað það varðar.
Nefndin hefur ekkert við það að athuga að fleiri sveitarfélög en Fljótsdals- og Borgarfjarðarhreppar semji við Fljótsdalshérað um félags- og barnaverndarþjónustu og fái þá aðild að félags- og barnaverndarnefndinni enda verði óbreytt fyrirkomulag að öðru leyti.

6. Sýning listaháskólanema:
Hreppsnefndin fagnar áformum nokkurra listaháskólanema um listsýningu á Borgarfirði í ágúst n.k. og mun greiða fyrir henni eftir mætti.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:00

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson, fundarritari

Minnt er á eindaga umsókna um lán hjá Atvinnuaukningarsjóði
sem er 1. apríl n.k.

Getum við bætt efni þessarar síðu?