Árið 2006, mánudaginn 6. mars var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps
sem hófst í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Jakob, Kristjana, Baldur, Jóna Björg og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Litið m.a. á fundargerð frá fundi á Egilsstöðum um brunasamlag og félagsþjónustu, starfsleyfi vatnsveitu, brunavarnaáætlun sem verður til afgreiðslu á næsta fundi o.fl.
2. Sparkvöllur:
Að áeggjan formanns UMFB hefur verið send umsókn til KSÍ um sparkvöll til að halda opnum möguleika á að byggja hann á árinu 2007.
3. Samgönguáætlun 2007 - 2010:
Samþykkt að sækja um ríkisframlag til að byggja viðlegukant við Hólmagarð
í bátahöfninni á áætlunartímabilinu.
4. Fasteignaskattur-Reglur um niðurfellingar:
Hreppsnefndin samþykkti eftirfarandi reglur um niðurfellingu fasteignaskatts:
Felldur er niður fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði elli- og örorkulífeyrisþega enda eigi viðkomandi þar lögheimili, hafi látið af launuðu starfi (bæði hjónin) og íbúðin ekki að jafnaði nýtt af öðrum.
Hreppsnefndinni er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
5. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2007 -2009 samþykkt einróma við síðari umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari