Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

4. fundur 20. febrúar 2006

Árið 2006, mánudaginn 20. febrúar, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Jóna Björg, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var á stöðu og framgang ýmissa mála sem á dagskrá eru um þessar mundir og varða byggðarlagið. Þar á meðal vegabætur, Austurbæjalínu, starfsleyfi vatnsveitu, rotþróauppgjör, svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, ADSL, brunavarnir og félagsþjónustu. Þá voru ekki talin efni til að styrkja sveitablaða-verkefni né námskeiðið Máttur kvenna.

2. Launaviðbætur:
Hreppsnefndin samþykkti einróma að nýta heimild Launanefndar sveitarfélaga til að greiða tímabundnar launaviðbætur við gildandi kjarasamning við Starfsgreinasamband Íslands.

3. Gjaldskrár:
Samþykkt að hækka gjaldskrá í kr 6.000 fyrir hvern kött. Sveitarotþróagjald ákveðið kr 4.000 á rotþró árlega frá og með næsta ári.

4. Fjárhagsáætlun 2007 - 2009:
Framlögð drög að áætluninni sem hreppsnefndin samþykkti við fyrri umræðu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:15

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
- fundarritari -

Getum við bætt efni þessarar síðu?