Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

3. fundur 23. janúar 2006

Árið 2006, mánudaginn 23. jan., var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Jakob, Kristjana, Baldur, Jóna Björg og Bjarni ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. drepið á gistingarleyfi, breytingar á svæðisskipulagi á Fljótsdalshéraði og kattaleyfisgjöld. Ný vatnsveitugjaldskrá samþykkt við síðari umræðu.

2. Fjárhagsáætlun 2006 - Síðari umræða:
Áætlunin samþykkt einróma. Helstu niðurstöðutölur í þús. kr:

Skatttekjur 47.750
Bókfærðar heildartekjur 89.685
Rekstrarafgangur fyrir afskriftir
og afborganir langtímaskulda 11.960
Afborganir langtímaskulda 3.000
Fjárfestingar 8.250
Bati lausafjárstöðu 710

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:30

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
- fundarritari -

Getum við bætt efni þessarar síðu?