Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

1. fundur 02. janúar 2006

Árið 2006, mánudaginn 2. jan. var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Kristjana, Bjarni, Jón Sigmar, Jakob og Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra og oddvita:
Drepið á nokkur mál sem unnið hefur verið að undanfarið.
Hreppsnefndin ákvað að fresta frekari sölu á félagslegum íbúðum fram á mitt þetta ár.
Oddviti greindi frá heimsókn þýskra ferðaskrifstofumanna, sem voru að huga að möguleikum á sjóstangaveiði.

2. Vatnsveitugjaldskrá:
Samþykkt einróma við fyrri umræðu:

3. Fundargerðir landbúnaðarnefndar frá síðasta hausti lagðar fram til kynningar.

4. Fjárhagsáætlun 2006:
Fyrri umræða lengra komin. Verður fram haldið á aukafundi næsta mánudag.

5. Byggðakvóti:
Hreppsnefndin samþykkti vanhæfi Bjarna og Jóns Sigmars við umfjöllun um byggðakvótann og viku þeir af fundinum undir þessum dagskrárlið.
Hreppsnefndin telur sig tilneydda að hafna einni umsókn um byggðakvótann þar eð byggðakvóti bátsins hafði í raun verið leigður frá honum á síðasta fiskveiðiári.
Hreppsnefndin samþykkti síðan að leggja til við sjávarútvegsráðuneytið að byggðakvóta Borgarfjarðarhrepps, 93 þorskígildislestum, verði skipt milli eftirtalinna ellefu báta, 8.455 þorskígildiskíló til hvers:
Emil NS 5 Sknr 1963,
Högni NS 10 Sknr 1568,
Hjörleifur NS26 Sknr 9055,
Teista NS 57 Sknr 6827,
Eydís NS 32 Sknr 2132,
Sædís NS 154 Sknr 2508,
Esther NS 81 Sknr 7221,
Sæfaxi NS 145 Sknr 2465,
Góa NS 8 Sknr 6605,
Glettingur NS 100 Sknr 2666,
Gletta NS 99 Sknr 6305.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 22:00

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
- fundarritari -

Getum við bætt efni þessarar síðu?