Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

17. fundur 28. nóvember 2005

Árið 2005, mánudaginn 28. nóv. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman á fund í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Kristjana, Jóna Björg, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið eina mál fundarins

Úthlutun byggðakvóta í Borgarfjarðarhreppi:
Borist höfðu 12 umsóknir vegna jafnmargra báta. Jón Sigmar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu sem hreppsnefndin var samþykk og vék hann þá af fundi.
Á vef Fiskistofu er að sjá að sumir umsækjendur, sem fengu úthlutað byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári, hafi leigt frá sér meiri aflaheimildir en þeir fengu til sín á árinu. Áður en hreppsnefndin tekur afstöðu til umsókna þeirra mun hún gefa þeim kost á að skýra málið skriflega fyrir kl 17:00 þriðjudaginn 20. des. nk..
Vitað var að Fiskverkun Kalla Sveins ehf keypti á sínum tíma nokkra aflahlutdeild vegna eldri byggðakvótasamninga sem vistuð var á bátum fyrirtækisins og síðan flutt á báta Vísis hf eftir þörfum. Hreppsnefndinni finnst þó ástæða til að óska eftir skýringum á því að flutt voru tæplega 50 tonn frá Emil og Högna á síðasta fiskveiðiári. Hreppsnefndin mun á fundi sínum 20. des. taka afstöðu til fyrrgreindra tólf umsókna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?