Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

16. fundur 21. nóvember 2005

Árið 2005, mánudaginn 21. nóv. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman á fund í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Kristjana, Jón Sigmar, Jakob og Baldur ásamt sveitarstjóra.Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. var greint frá því að samkomulag hafi orðið milli Borgar ehf ( með samþykki hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps) og Ástu og Kjartans í Brautarholti að þau kaupi hluta frystihúss, þ.e. sláturhús og tækjasal, á eina milljón króna.

2. Útsvarsprósenta 2006 ákveðin 13,03%.

3. Aðalfundur Héraðsnefndar Múlasýslna 25. nóv.
Sveitarstjóri tilnefndur fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.

4. Búfjáreftirlitssamningur:
Lögð fram tillaga að samningi um búfjáreftirlit á Héraðssvæði, sem hreppsnefndin samþykkti fyrir sitt leyti.

5. Samkomulag um samstarf sveitarfélaga á Héraðssvæði var samþykkt af hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps.

6. Minjasafn Austurlands:
Sótt er um aukaframlag vegna nýrrar grunnsýningar. Hlutur Borgarfjarðar-hrepps verður 340 þús., sem hreppsnefndin samþykkir.

7. Brunavarnir:
Lagðir fram minnispunktar frá tveimur samráðsfundum slökkviliðsstjóra, oddvita og sveitarstjóra ásamt tillögum um launagreiðslur og búnaðarkaup. Hreppsnefndin samþykkir einróma fram lagðar áætlanir um skipan slökkviliðsins, launagreiðslur og tækjakaup.

8. Byggðakvóti:
Sjávarútvegsráðuneytið hefur fallist á eftirfarandi tillögur hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps um úthlutun aflaheimilda, sbr. reglugerð nr 722/2005 um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2005/2006:

1. Hreppsnefndin auglýsir eftir umsóknum um byggðakvótann.
2. Kvótanum verður skipt jafnt milli þeirra báta sem skráðir eru og gerðir út frá Borgarfirði þegar úthlutun fer fram og sótt hefur verið um byggðakvóta fyrir.
3. Þeir sem fá úthlutað byggðakvóta skuldbindi sig til að leggja hann upp til vinnslu á Borgarfirði. Þá skuldbindi þeir sig ennfremur til að selja ekki eða leigja frá sér aflaheimildir á fiskveiðiárinu umfram það sem þeir kaupa eða leigja til sín.
4. Telji einhver, sem fengið hefur til sín byggðakvóta, sér nauðsynlegt að láta frá sér meiri aflaheimildir en hann fær til sín sbr. 3. tl., þáskal viðkomandi gera hreppsnefndinni grein fyrir því fyrir lok maímánaðar og afsala sér jafnframt byggðakvótanum, sem þá verður skipt milli annarra báta á Borgarfirði sem úthlutun hafa fengið.

Til úthlutunar eru 93 þorskígildistonn í Borgarfjarðarhreppi. Umsóknarfrestur er til kl 17:00 mánudaginn 28. nóvember 2005.
Baldur vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:20
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?