Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

15. fundur 07. nóvember 2005

Árið 2005, mánudaginn 7. nóv. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman á fund í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Baldur, Kristjana, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Viðbótarframlag Skipulagsstofnunar vegna aðalskipulags hefur verið samþykkt. Rætt um bryggjusmíði, vatnsveituúttekt á sveitabæjum o.fl.

2. Héraðsstjórnarfundargerð 2. nóv. 2005:
Þar var m.a. getið um skiptingu á sjóði á vegum Menningarsjóðs Héraðssvæðis, sem sérmerktur var fornleifaskráningu.

3. Félagsþjónusta:
Undirritaður hefur verið samningur um félagsþjónustu á Héraðssvæði, sbr. fundargerð 15. ág.sl. Sameiginleg félagsmálanefnd verður fyrir sveitarfélögin þrjú en Borgarfjarðar- og Fljótsdalshreppar kaupa hins vegar þjónustu af félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Hreppsnefndin staðfesti síðan reglur um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu, könnun og meðferð barnaverndarmála og um aðstoð til greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum með þeim athugasemdum einum að sveitarfélagið heitir Borgarfjarðarhreppur en ekki Borgarfjörður eystri.

4. Atvinnuaukningarsjóður:
Borist hefur umsókn frá Skúla Sveinssyni. Samþykkt að veita Skúla 140 þús. kr lán.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:30
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?