Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

13. fundur 02. október 2005

Árið 2005, mánudaginn 3.okt., var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Jakob, Jóna Björg og Baldur ásamt sveitarstjóra.
Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra og oddvita:
Fjallað var m.a. um tryggingasamning við VÍS, starfsmat, skipulagsuppgjör,
vöruflutningastyrk, sem ekki er að vænta á þessu ári, sveitarotþrær, Borg ehf, Smáragrundarsölu, slökkvilið, sem stendur til að endurskipuleggja og Minjasafn Austurlands.

2. Flugvöllur:
Hreppsnefndin samþykkir rekstur flugvallar á Jökulsármóum á vegum Flugmálastjórnar með þeirri athugasemd að ógengið er frá landnotkunarsamningi.

3. ADSL:
Söfnun á bindandi áskriftum að ADSL tengingum hefur gengið vel á Borgarfirði en nokkuð skortir þó á að 130 þús. kr lágmarkstekjum á mánuði sé náð.
Hreppsnefndin mun brúa það bil með einhverjum hætti.

4. Byggðakvóti:
Í hlut Borgarfjarðarhrepps koma nú 93 tonn af "nýja kvóta". Hreppsnefndin ákvað að nýta heimild í reglugerð um byggðakvótann til að setja reglur um úthlutun hans á Borgarfirði. Ráðuneytinu verða sendar lítilsháttar breyttar fyrra árs reglur til staðfestingar. Baldur vék af fundi þegar fjallað var um þennan dagskrárlið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:10

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson fundarritari

Nokkru fé Atvinnuaukningarsjóðs er óráðstafað á árinu 2005.
Umsóknarfrestur um lán úr sjóðnum er til 12. okt. n.k.

Getum við bætt efni þessarar síðu?