Árið 2005, mánudaginn 5. sept., kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Kristjana, Jón Sigmar, Bjarni og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
ADSL: Ákveðið að leita eftir bindandi áskriftum. Rætt um horfur á vegabótum og sveitarlýsingu.
2. Aðalfundur SSA 15.- 16. sept:
Kristjana Björnsdóttir kosinn fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Jakob Sigurðsson til vara.
3. Íbúðarsala:
Steinn Eiríksson hefur í bréfi óskað eftir útskýringum á því hversvegna tilboði hans í Smáragrund var ekki tekið.
Þó seljanda íbúðar beri almennt ekki skylda til að gera grein fyrir forsendum þess hvaða kauptilboði hann tekur er hreppsnefndinni bæði ljúft og skylt sem "stjórnvaldi" í skilningi upplýsinga- og stjórnsýslulaga að veita upplýsingar varðandi söluna á Smáragrund og verða Steini sendar þær bréflega.
4. Skólahaldsáætlun:
Lögð fram áætlun um skólahaldið næsta skólaár, sem hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:15
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari