Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

11. fundur 15. ágúst 2005

Árið 2005, mánudaginn 15. ágúst var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Jóna Björg, Kristjana, Jón Sigmar og Jakob ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Greint frá ýmsum verkefnum m.a. "sveitarotþróavæðingu", sveitarlýsingu, bryggjusmíði, útsvörum, vínveitingaleyfum og horfum um vegabætur á Borgarfjarðarvegi.

2. Fjallskil 2005:
Borgarfjörður:
a) Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson
b) 33 kindur verða í dagsverki
c) Gangnastjórar verða þeir sömu og undanfarin ár
d) Landbúnaðarnefnd falið að jafna niður dagsverkum á bændur og ákveða
gangnadaga.
Loðmundarfjörður:
Fjallskil verða þar með svipuðum hætti og undanfarin ár

3. Búfjárhaldssamþykkt:
Landbúnaðarráðuneytið hyggst samþykkja tillögu hreppsnefndar að búfjárhaldssamþykkt að teknu tilliti til athugasemda bændasamtaka Íslands.
Hreppsnefndin fellst ekki á að gerðar séu breytingar á 1. gr. samþykktarinnar en fellst á aðrar lagfæringar, sem lagðar eru til.

4. Fundargerð byggingarnefndar 20. júlí 2005 samþykkt samhljóða.

5. Héraðsstjórnarfundargerð 2. ágúst 2005 lögð fram til kynningar.

6. Samningur um félagsþjónustu:
Lögð fram drög að samningum um sameiginlega félags- og barnaverndarþjónustu á Héraðssvæði, sem hreppsnefnin er samþykk fyrir sitt leyti.

7. Hafnargjaldskrá:
Ný hafnagjaldskrá með smá breytingum samþykkt einróma.

8. Smáragrund - kauptilboð:
Borist hafa tvö kauptilboð í Smáragrund. Ákveðið að taka því kauptilboði sem hefur minni fjárútlát í för með sér fyrir hreppinn, sem er 4 milljóna tilboð Gunnars Vignissonar.

9. Byggðakvóti:
Úthlutaður "nýi kvóti" til Borgarfjarðarhrepps er 93 tonn. Fjallað verður um úthlutun hans í september.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:15

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?