Árið 2005, mánudaginn 4. júlí var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru hreppsnefndarmennirnir Kristjana, Jóna Björg, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra.Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Nokkur mál voru til umræðu þ.á m. endurgreiðsla á vsk. á þjónustu endurskoðunarfyrirtækja sem gera ársreikninga sveitarfélaga. Yfirskattanefnd hefur úrskurðað í deilumáli þetta varðandi sveitarfélögum í vil. Vegagerðin hefur hafnað ósk um að girða með Útbæjavegi, sbr. síðustu fundargerð.
2. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs:
Oddviti var kosinn Kristjana Björnsdóttir með 4 atkv., 1 seðill var auður.
Baldur Guðlaugsson var kosinn varaoddviti með 4 atkv. Jón Sigmarsson fékk 1 atkv.
3. Pósthús:
Póst- og fjarskiptastofnun hefur óskað eftir umsögn hreppsnefndar um þá ósk Íslandspósts að loka póstafgreiðslunni á Borgarfirði. Hreppsnefndin mælir eindregið gegn lokun afgreiðslunnar.
4. Skipulag:
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir skýringum á nokkrum atriðum þar sem ósamræmis gætir á milli aðalskipulags og svæðisskipulags annarsvegar og aðalskipulagsuppdráttar og greinargerðar hins vegar. Hreppsnefndin er samþykk tillögum að skýringum, sem skipulagsráðgjafi og sveitarstjóri hafa gert.
5. Dvalarheimilissamningur:
Fram lögð drög að endurnýjuðum samningi við heilsugæsluna á Egilsstöðum um rekstur Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra sem hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.
6. Byggðakvóti:
Samþykkt að sækja um byggðakvóta fyrir Borgarfjarðarhrepp.
7. Hafnargjaldskrá:
Samþykkt að taka stöðugjald af bátum við bátahöfnina, sem verður 40% af bryggjugjaldi.
Fundartími hreppsnefndarfunda verður óbreyttur næsta ár, þó verður næsti fundur nefndarinnar 8. ágúst.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:45
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari