Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

9. fundur 06. júní 2005

Árið 2005, mánudaginn 6. júní var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Jóna Björg, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Kjarvalsstofa:
Arngr. Viðar Ásgeirsson stjórnarformaður Kjarvalsstofu gerði hreppsnefndinni grein fyrir stöðu og framtíðarhorfum hennar. Málþing og minningarsýning er fyrirhugað 23. júlí í tilefni af afmælisári Kjarvals. Ráðgert er að hluti sýningar í Kjarvalsstofu verði settur upp á Kjarvalsstöðum í haust. Rekstrarkostnaður Kjarvalsstofu er um 800 þús. á ári. " Álfadiskur", sem er fyrsti áfangi Álfheima, verður tilbúinn í sumar. Þá greindi Arngr. Viðar frá kynningu á Víknaslóðum á vegum Ferðaskrifstofu Austurlands.

2. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var á allmörg mál sem á döfinni eru um þessar mundir. Hreppurinn greiddi músaeyðingu að mestu í vor. Þeir sem hafa sjálfir greitt einhverja slíka reikninga geta fengið þá endurgreidda hjá hreppnum.

3. Ársreikningur 2004. Síðari umræða.

Ársreikningurinn samþykktur einróma. Helstu niðurstöðutölur í þús:

 

Heildartekjur A-hluta  

57.336

"

A- og B-hluta

61.091

Heildargjöld A- og B-hluta  

55.974

Rekstrarniðurstaða A-hluta  

5.778

"

A- og B-hluta

2.442

Skuldir og skuldbindingar A- hluta  

20.741

"

A- og B-hluta

76.373

Eigið fé A-hluta  

110.641

"

A-hluta og B-hluta

105.980

4. Fulltrúi á aðalfund Þróunarstofu Austurlands kosinn Kristjana Björnsdóttir.

5. Markaðsstofa Austurlands:
Samþykkt að framlengja þjónustusamning við stofuna til næstu þriggja ára.

6. Héraðsstjórnarfundargerð 12. mai lögð fram til kynningar.

7. Girðingar:
Fram lögð greinargerð landbúnaðarnefndar um möguleika á að girt verði meðfram Útbæjavegi. Flestallir landeigendur á svæðinu hafa undirritað áskorun þess efnis. Landbúnaðarnefnd mun hreyfa málinu við Vegagerðina. Hreppsnefndin hvetur mjög til þessarar framkvæmdar og er tilbúin að liðka fyrir málinu með lánveitingu ef fjárskortur stendur í vegi fyrir því.

8. Skoðanakönnun:
Rannsóknastofnun háskólans á Akureyri hefur lagt fram niðurstöður úr skoðanakönnun um viðhorf íbúa Borgarfjarðarhrepps til sameiningarmála. Helmingur svarenda telur sameiningu við Fljótsdalshérað vænlegastan kost en hinn helmingurinn telur enga sameiningu vænlegasta kostinn. Könnunin í heild er til reiðu í Hreppsstofu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:00

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?