Árið 2005, mánudaginn 2. mai var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Til fundar mættu Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Bjarni mætti í stað Baldurs. Einar E. Sæmundsen skipulagsráðgjafi sat fundinn undir dagskrárlið l. Fyrir var tekið:
1. Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004 - 2016:
Að liðnum athugasemdafresti 9. mars höfðu borist athugasemdir frá 5 aðilum.
Síðar barst umsögn frá landbúnaðarráðuneytinu, sem gerði ekki athugasemdir við samþykkt tillögunnar. Athugasemdirnar sem bárust voru frá eftirtöldum:
1) Birni Ingvarssyni og Þórhalli Þorsteinssyni
2) Búnaðarfélagi Borgarfjarðar
3) Þorsteini Kristjánssyni
4. Ásgeiri Arngrímssyni og Jóhönnu Borgfjörð
5. Landeigendum í Loðmundarfirði
Einar fór í byrjun yfir allar athugasemdirnar og drög að svörum við þeim.
Að því loknu voru athugasemdirnar teknar fyrir hver og ein og þær afgreiddar sem hér segir í stuttu máli. Um nánari afgreiðslu vísast til greinargerðar með aðalskipulaginu.
1) Frá BI og ÞÞ: Hreppsnefndin samþykkir að verða við athugasemdum þeirra.
2) Frá Búnfél Bf: Hreppsnefndin fellst ekki á að hækka efri mörk landbúnaðarsvæðis úr 200 í 300 metra en rýmkar nýtingarheimildir ofan 200 metra með orðalagsbreytingu. Skýringar sem Búnaðarfélaginu verða sendar eiga að gefa svör við athugasemdum um að þrengt sé að ferðaþjónustu bænda.
3) Frá ÞKr: Litið er svo á að heimilt sé að gera fjárréttir og girðingar á Víkum og í Loðmundarfirði. Hreppsnefndin sér ekki ástæðu til breytinga á texta um vistvæna og lífræna ræktun.
4) Frá ÁA og JB: Svör við athugasemdum þeirra koma fram undir öðrum töluliðum.
5) Frá landeig. Lf: Vegna andmæla þeirra við "hverfisfriðun"er bent á að hverfisvernd hefur verið á svæðinu með svæðisskipulagi Héraðssvæðis frá árinu 2001. Reglur um hið hverfisverndaða svæði eru til undirbúnings væntanlegri friðlýsingu en komið er til móts við landeigendur með rýmkuðum heimildum til að reisa frístundahús. Hreppsnefndin sér ekki ástæðu til annars en að halda jeppavegi fyrir Borgarnes inn á skipulaginu enda gerir það aðeins mögulega framkvæmd síðar án þess að til þurfi að koma breytingar á aðalskipulaginu. Hreppsnefndin sér ekki að nein rök séu færð fyrir þeirri fullyrðingu að skipulagið " muni rýra eignarrétt okkar, þrengja stórlega að möguleikum okkar á að nýta eigin lönd og verðfella þau".
Ekki hafa borist athugasemdir við tillögum að breytingum á svæðisskipulagi Héraðssvæðis.
Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004 - 2016 var að gerðum þessum breytingum samþykkt samhljóða og verður sent Skipulagsstofnun til staðfestingar.
2. Skýrsla sveitarstjóra:
Rætt var lítilsháttar um hafnargerð, Breiðvang II, Kjarvalsstofu, heimagistingu ADSL og loftmyndir af Víkum. Hreppsnefndin samþykkti formlega að slit á félagsþjónustu Héraðssvæðis og Menningarsjóði miðist við 31.12.2004.
3. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs:
Samþykkt að taka þátt í gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Austurlandi.
4. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2004 samþykktur eftir fyrri umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:30
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari