Árið 2005, mánudaginn 18. apríl kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman á fund í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Jóna Björg og Baldur ásamt sveitarstjóra. Á fundinum gerðist þetta:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Nokkur atriði voru til umfjöllunar þ.á m. sameiningartillögur, upplýsingaskilti og hreppsábyrgð á láni Álfasteins heitins. Hreppsnefndin samþykkti veð sem Álfasteinn hinn nýi setur vegna skuldabréfs, sbr. síðustu fundargerð.
2. Staðardagskrá 21:
Lögð fram tillaga að Staðardagskrá 21, sem nefnd kjörin af hreppsnefnd hefur samið með aðstoð Ragnhildar Helgu Jónsdóttur umhverfisfræðings.
Hreppsnefndin samþykkti tillöguna einróma með örlitlum breytingum. Hreppsnefndin fól síðan staðardagskrárnefndinni að starfa áfram og fylgja málinu eftir með kynningu og úttektum á framvindu mála með vissu millibili.
3. Búfjárhaldssamþykkt:
Fram lögð að nýju tillaga að samþykkt um búfjárhald í Borgarfjarðarhreppi, sem farið hefur í umsagnarferli samhliða tillögu að aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps.
Nokkrar umsagnir bárust og gengu þær að mestu út á mótmæli við lausagöngubanni sauðfjár í Loðmundarfirði. Hreppsnefndin samþykkti með 4 atkvæðum að fella út 5. gr. samþykktarinnar. Svo breytt var samþykkt um búfjárhald í Borgarfjarðarhreppi samþykkt einróma.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:15
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari