Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

7. fundur 04. apríl 2005

Árið 2005, mánudaginn 4. apríl kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru Jóna Björg, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Þar voru til umræðu og upplýsingar nokkur atriði svo sem rekstrarframlag v/félagsíbúða, byggðakvóti, Fjarðarársamningur, sjóvarnir, hafnarreglugerð, refaveiðimenn, fuglabæklingur, vinnuskóli, upplýsingaskilti, loftmyndagrunnur og verklag við umfjöllun athugasemda vegna skipulags og búfjárhaldssamþykktar.
Ákveðið að taka kauptilboði Péturs Hjaltasonar í íbúð í Smáragrund.
Söluverð kr 4,0 millj.

2. Landmótunarreikningur:
Hreppsnefndin er samþykk framlagðri tillögu sveitarstjóra að bréfi til Landmótunar vegna viðbótargreiðslna fyrir vinnu við skipulagið, sem einkum eru með hlutdeild í áætlaðri sérfræðivinnu.

3. Menningarsamningar:
Hreppsnefndin staðfestir samninga um menningarmál, sem gerðir voru á Breiðdalsvík 15. mars sl. Annarsvegar um samstarf ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál og hins vegar samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál.

4. Niðurfelling fasteignaskatta:
Farið yfir niðurfellingalista fasteignaskatta íbúðarhúsnæðis. Niðurfellingarreglurnar verða endurskoðaðar fyrir næstu álagningu.

5. Fjallskilasamþykkt:
Starfshópur á vegum Héraðsnefndar Múlasýslna, sem vinnur að endurskoðun fjall-skilasamþykktar Múlasýslna óskar eftir tillögum sveitarstjórna um breytingar á henni.
Hreppsnefndin telur ófullkomin og úrelt fjallskilalög höfuðvandann, sem erfitt er að ráða bót á með nýrri fjallskilsamþykkt enda framkvæmd fjallskilanna víða meira vandamál en fjallskilasamþykktin sjálf.

6. Atvinnuaukningarsjóður:
Ein lánsumsókn barst, frá Álfasteini ehf. Hreppsnefndin samþykkir 1,5 millj. lánveitingu til Álfasteins með tryggingum sem hreppsnefndin samþykkir.

7. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2006 - 2008 samþykkt einróma við síðari umræðu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:40
Undirskriftir
Magnús Þorsteinson
fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?