Árið 2005, mánudaginn 7. mars, var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Jóna Björg og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var á eftirfarandi mál, stöðu þeirra og framgang:
Bláfánaumsókn, íbúðir í sölumeðferð, byggðakvóta, skoðanakönnun, leigu á Fjarðará, húsaleigubætur í heimavistum, hunda- og kattagjöld, fjárhagsáætlun 2005, endurgreiðslur vegna sveitarotþróa, íslenskunámskeið fyrir nýbúa, héraðsþing á
Fljótsdalshéraði og greinargerð frá Ferðamálahópnum.
2. Aðalfundur Menningarráðs Austurlands verður á Breiðdalsvík 15. mars.
Stefnt að því að senda fulltrúa á fundinn.
3. Fundargerðir Héraðsstjórnar og samstarfshóps um byggðasamlög 23. feb.
lagðar fram til kynningar.
4. Hreppsnefndin felur oddvita að undirrita friðarsamning Evrópusambands
Soroptimista og Borgarfjarðarhrepps.
5. Landmótunarreikningur:
Landmótun, sem hefur á hendi ráðgjöf vegna aðalskipulags Borgarfjarðarhrepps, sem nú er á lokastigi, fer fram á viðbótargreiðslur vegna aukavinnu við skipulagið, einkum vegna Náttúruverndaráætlunar.
Hreppsnefndin vill koma nokkuð til móts við óskir Landmótunar og felur sveitarstjóra að gera tillögu um afgreiðslu á málinu að höfðu samráði við Skipulagsstofnun, sem greiðir helming kostnaðar við Skipulagið. Stefnt er að afgreiðslu málsins á næsta fundi nefndarinnar.
6. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2006 - 2008 samþykkt við fyrri umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Minnt er á eindaga umsókna um lán úr Atvinnuaukningarsjóði 1. apríl nk.
Eftirtalin hljóðfæri úr eigu tónskólans eru til sölu hjá Margréti Bragadóttur:
Klarinet, trompet og tvær þverflautur.