Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

5. fundur 14. febrúar 2005

Árið 2005, mánudaginn 14. febrúar, kom "kvótahreppsnefnd" Borgarfjarðarhrepps saman á fund í Hreppsstofu kl 17:45. Mætt voru: Kristjana, Jóna Björg og Jakob ásamt sveitarstjóra. Á dagskrá var eitt mál:

Úthlutun byggðakvóta í Borgarfjarðarhreppi:
Tveir umsækjendur lögðu fram fullnægjandi greinargerðir um ráðstöfun aflaheimilda á síðasta fiskveiðiári, sbr. síðustu fundargerð kvótahreppsnefndar.
Greinargerð þriðja umsækjandans skýrir ekki mál hans til fulls en vegna vélarbilunar í báti hans ákvað hreppsnefndin að láta við svo búið standa.
Hreppsnefndin samþykkti síðan að leggja til við sjávarútvegsráðuneytið að byggðakvóta Borgarfjarðarhrepps, 56 þorskígildislestum, verði skipt milli eftirtalinna ellefu báta, 5.091 þorskígildiskíló til hvers:
Hafbjörg Sknr 2056, Emil Sknr 1963, Högni Sknr 1568, Hjörleifur Sknr 9055,
Gletta Sknr 6305, Sædís Sknr 2508, Góa Sknr 6605, Baui frændi Sknr 6030,
Eydís Sknr 2132, Teista Sknr 6827, Sæfaxi Sknr 2465.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:45
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
- fundarritari -

Getum við bætt efni þessarar síðu?