Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

3. fundur 07. febrúar 2005

Árið 2005, mánudaginn 7. febrúar, kom "kvótahreppsnefnd" Borgarfjarðarhrepps saman á fund í Hreppsstofu kl 16:00. Fundarmenn: Kristjana, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið eina mál fundarins, úthlutun á byggðakvóta í Borgarfjarðarhreppi.
Fyrir lok umsóknarfrests höfðu borist ellefu umsóknir um kvóta vegna jafmargra báta.
Skv. upplýsingum á vef Fiskistofu hafa þrír umsækjendur sem fengu úthlutað byggðakvóta á síðasta ári leigt frá sér meiri aflaheimildir en þeir fengu til sín á fiskveiðiárinu og virðast því ekki hafa staðið við samningsskilmálana.
Áður en hreppsnefndin tekur afstöðu til umsókna þeirra mun hún gefa þeim kost á að skýra málið skriflega fyrir kl 16:00 mánudaginn 14. febrúar n.k. Hreppsnefndin mun þá taka afstöðu til fyrrgreindra ellefu umsókna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 16:55
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?