Árið 2005, mánudaginn 31. janúar, var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Jón Sigmar, Kristjana, Baldur, Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Jakob kom til fundar kl 17:30.
Þetta var gert á fundinum:
1. Byggðakvóti:
Sjávarútvegsráðuneytið hefur fallist á eftirfarandi tillögur hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps um úthlutun aflaheimilda, sbr.4.mgr. 4. gr. reglugerðar
nr. 960/2004, um úthlutun á 3.200 þorskígildislestum til stuðnings byggðarlögum:
1. Hreppsnefndin auglýsir eftir umsóknum um Byggðakvótann.
2. Byggðakvótanum verður skipt jafnt milli þeirra báta sem skráðir voru og gerðir út frá Borgarfirði í upphafi fiskveiðiársins og sótt hefur verið um byggðakvóta fyrir.
3. Þeir sem fá úthlutað byggðakvóta skuldbindi sig til að leggja hann upp til vinnslu á Borgarfirði. Þá skuldbindi þeir sig ennfremur til að selja ekki eða leigja frá sér aflaheimildir á fiskveiðiárinu umfram það sem þeir kaupa eða leigja til sín.
4. Telji einhver, sem hefur fengið til sín byggðakvóta, sér nauðsynlegt að láta frá sér meiri aflaheimildir en hann fær til sín sbr. 3. tl. þá skal viðkomandi gera hreppsnefndinni grein fyrir því fyrir lok maímánaðar og afsala sér jafnframt byggðakvótanum, sem þá verður skipt milli annarra báta á Borgarfirði sem úthlutun hafa fengið.
Til úthlutunar eru 56 þorskígildistonn í Borgarfjarðarhreppi.
Umsóknarfrestur er til kl 16:00 mánudaginn 7. febrúar 2005.
2. Fjárhagsáætlun 2005:
Samþykkt einróma eftir fyrri umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari