Árið 2005, mánudaginn 17. jan. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Jóna Björg, Jón Sigmar, Jakob, Kristjana og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta var gert á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Fram kom m.a. að samþykkt hafði verið smá fjárveiting af sjóvarnafé vegna Karlfjöru. Starfsleyfi hefur verið gefið út vegna sorpurðunar á Brandsbölum til 2017.
Aðalskipulagið er nú að fara í auglýsingaferli. Ákveðið að sækja um Bláfánann 2005.
Lagðar verða kr 20.000 til neyðarhjálpar úr norðri. Athugað verður um íslensku-kennslu vegna nýbúa.
2. Staðardagskrá 21:
Tilnefnd hafa verið í vinnuhóp vegna verkefnisins: Margrét Bragadóttir, Bjarni Sveinsson, Þorsteinn Kristjánsson, Ólafur Hallgrímsson, Jóna Björg Sveinsdóttir og Kristjana Björnsdóttir. Hópurinn hefur haldið einn fund með verkefnisstjóra, Ragnhildi H. Jónsdóttur, sem hafði komið áður á fund með hreppsnefndinni.
Hreppsnefndin samþykkti "Ólafsvíkuryfirlýsinguna" einróma.
3. Fundargerðir landbúnaðarnefndar lagðar fram til kynningar og nokkurrar umræðu. Hreppsnefndir væntir niðurstöðu frá nefndinni um athugun á Útbæjavegargirðingu hið fyrsta.
4. Skoðanakönnun:
Fram lagður verksamningur við rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri um könnun á viðhorfi til sameiningar sveitarfélaga, sem hreppsnefndin er samþykk.
5. Fjárhagsáætlun 2005:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari