Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

22. fundur 20. desember 2004

Árið 2004, mánudaginn 20.des. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00 Fundarmenn: Jóna Björg, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Til umræðu kom m.a: skipulag, áramótabrenna og skólastarfið að loknu verkfalli. Oddviti greindi lítillega frá aðalfundi Minjasafns Austurlands.
Ákveðið að auglýsa tvær leiguíbúðir hreppsins, Breiðvang II og Smáragrund,
til sölu á almennum markaði.

2. Byggingarnefndarfundargerð 30. nóv. 2004 samþykkt einróma.

3. Héraðsstjórnarfundargerð 6. des. sl. lögð fram til kynningar.

4. Hafnarsamþykkt:
Tillaga að hafnarsamþykkt fyrir Borgarfjarðarhöfn samþykkt einróma og verður send samgönguráðuneytinu til staðfestingar.

5. Skoðanakönnun:
Lögð fram kostnaðaráætlun Byggðarannsóknastofnunar á Akureyri vegna könnunar á sameiningarvilja í sveitarfélaginu. Samþykkt að ganga til samninga við stofnunina um framkvæmd könnunarinnar.

6. Fasteignagjöld 2005:
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar.
Sorphreinsunargjald: Kr 8.000 á íbúð en þar sem lítið sorp er kr 5.000. 50 pokar innifaldir í sorphreinsunargjaldi. Aukapokar til sölu í áhaldahúsi í heilum búntum.
Sorpförgunargjald: Skv. óbreyttri gjaldskrá. Bændur, útgerðarmenn o.fl. kr 4.000,
FKS kr 50.000. Sveitarotþróagjald skv. óbreyttri gjaldskrá, kr 3.000 á rotþró.
Vatnsskattur: Á húsnæði 0,4 % af fasteignamati að hámarki kr 10.000. FKS kr 30.000. Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur á íbúðarhús og bújarðir 0,36%. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði 1%.

7. ADSL:
Leitað hefur verið eftir áhuga Borgfirðinga á ADSL tengingum ásamt sjónvarpsáskrift. Verulegur áhugi er fyrir hendi skv. könnun sem gerð var nýlega. Hreppsnefndin mun því sækja um að Síminn setji upp ADSL búnað á Borgarfirði hið fyrsta. Hér vék Baldur af fundi.

8. Byggðakvóti:
Í hlut Borgarfjarðarhrepps koma nú 56 tonn af "nýja kvóta".
Hreppsnefndin ákvað að nýta heimild í reglugerð um byggðakvótann til að setja reglur um úthlutun hans á Borgarfirði. Ráðuneytinu verða sendar óbreyttar reglur frá fyrra ári til staðfestingar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:50

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?